Ritverk Árna Árnasonar/Eyjólfur Jónsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2013 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2013 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Eyjólfur Jónsson''' bóndi á Vesturhúsum fæddist 18. ágúst 1862 og lést 1906.<br> Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á [...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Jónsson bóndi á Vesturhúsum fæddist 18. ágúst 1862 og lést 1906.
Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á Oddstöðum, f. 1808 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 6. júní 1866 í Vanangri, og síðari kona hans, Margrét Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1832 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, d. 15. febrúar 1919.
Eyjólfur var uppeldissonur Jóns Jónssonar bónda í Gvendarhúsi og konu hans Sesselju Jónsdóttur.
Eyjólfur er skráður 8 ára niðursetningur hjá þeim 1870.

Kona Eyjólfs var Valgerður húsfreyja á Vesturhúsum, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
Börn Eyjólfs og Valgerðar voru:
1. Eiríkur, f. 1888. Hann týndist í Ameríku.
2. Magnúsína, f. 16. september 1892, d. 9. febrúar 1968. Hún var gift Einari skipstjóra á varðskipinu ,,Ægi“. Þau skildu.
3. Eyjólfur, f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933. Hann var í Hafnarfirði. Kvæntur.
4. Jón Vestmann, f. 26. mars 1898. Hann lést 11. maí 1911, hinn mesti mannsefnispiltur.


Heimildir

  • Íslendingabók.is
  • Manntöl.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan, Reykjavík 1979-1980.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.