Urðarvegur 41 Eiríkshús, 42,43 Skálholt-yngra og 44. Myndin tekin þann 15. mars 1973
Skálholt. Tekið í garðinum hjá Eiríkshúsi við Urðaveg 41. Á myndinni er Guðrún Welding sem bjó við Urðaveg 39, þarna er hún með dætur sínar, Svana elst, Erna næst elst og heldur hún á Rósönnu.
Tekið fyrir utan Eiríkshús, þarna eru Eiríkur Sigurgeirsson, Svana, Erna og Rósanna Ingólfsdætur. Myndin var tekin árið 1956.
Urðavegur austur. Hjálmholt , Skjaldbreið , hinum megin götunnar er Eiríkshús og Skálholt og lengst sést í Gjábakka .
Húsið Eiríkshús stóð við Urðarveg 41. Það var reist árið 1926 og kostaði 24 þúsund krónur. Eiríkur Ásbjörnsson útgerðarmaður átti húsið en það fór undir hraun .
Þar bjuggu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973. Eiríkur Ásbjörnsson og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir , Hinrik Jóhannsson og Steinunn Jónsdóttir
Heimildir
Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.