Blik 1960/Gagnfræðadeildin

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júlí 2010 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júlí 2010 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1960



Gagnfræðadeildin


Gagnfræðadeild, 4. bekk, skólans var slitið 31. jan. með hófi í skólahúsinu.
Alls þreyttu 28 nemendur prófið í verknámsdeild og bóknámsdeild. Hæstu aðaleinkunn hlaut Edda Hermannsdóttir, 9.18. Stjórn Rotaryklúbbs Vestmannaeyja sat hóf þetta. Forseti Rotaryklúbbsins, Sigurður Ólason, hafði orð fyrir stjórninni og færði þeim nemanda, er hæsta einkunn hafði hlotið í íslenzku, viðurkenningu, sem var falleg bók. Hana hlaut Edda Hermannsdóttir. Þá veitti Vinnslustöð Vestmannaeyja verðlaun þeim nemanda, sem hæsta einkunn hafði hlotið í bókfærslu og vélritun. Einnig þá viðurkenningu hlaut Edda Hermannsdóttir. Sigfús J. Johnsen, kennari, hafði orð fyrir Vinnslustöðinni. Aðrir, sem til máls tóku í hófi þessu auk skólastjóra, voru séra Jóhann Hlíðar og Andri Hrólfsson, nemandi, sem mælti þakkarorð til kennara og skólans frá nemendum. Skólastjóri veitti Sigríði M. Jensdóttur bókaverðlaun frá sjálfum sér fyrir villulausan stafsetningarstíl við gagnfræðaprófið.
Ekki stóðust 4 nemendur prófið.