Blik 1980/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum (framhald), IV. hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2007 kl. 10:00 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2007 kl. 10:00 eftir Dadi (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kaupfélag Vestmannaeyja þriðji hluti

Í maílok 1962 lét Einar Árnason af kaupfélagsstjórastarfinu. Þá sendi S.Í.S. Kaupfélaginu nýjan kaupfélgsstjóra, Guðna Björgvin Guðnason að nafni. Hann hafði getið sér góðan orðstír í kaupfélagsstjórastarfi austur á Eskifirði. Hann var hinn áttundi í röðinni þessi rúmlega 12 ár, sem Kaupfélagið hafði nú verið starfrækt. – Og nú var eins og við manninn mælt. Við fyrstu kynni mín af þessum manni og starfi hans óx mér traust á honum og álit. Þess vegna leið ekki á löngu þar til við í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja komum til móts við hann miðra garða á viðskiptasviðinu. Þau viðskipti urðu síðan mikil.

Undir eins fyrsta árið, sem Guðni B. Guðnason var kaupfélgsstjóri, fór hagur Kaupfélagsins stórlega batnandi. Við árslok 1962 kom berlega í ljós, að hagur Kaupfélagsins hafði batnað um kr. 250.000,00 og höfðu þá allar afskriftir átt sér stað. Að sjálfsðgðu átti Einar Árnason kaupfélagsstjóri sinn þátt í þessum bætta hag, bar sem Guðni tók ekki við framkvæmdastjórastarfinu fyrr en í júní um sumarið.

Í nóvembermánuði 1962, keypti Kaupfélagið smáverzlun, sem rekin var við Heimagðtu i kaupstaðnum. Það var Verzlunin Fell. Hún var keypt til þess að létta Austurbæingum kaupstaðarins viðskipti við Kaupfélagið, stytta þeim leið í búð þess. Þetta framtak var mjög vel séð af Austurbæingum og hlaut Kaupfélagið að njóta þess.

Áður hafði Kaupfélagið stofnað til útibús í suðvestanverðum kaupstaðnum, í húseigninni að Hólagðtu 28. Þar hafði Kaupfélagið komið á stofn kjörbúð með aðstoð Sparisjóðsins. Vegna óeðlilegrar vörurýrnunar í kjörbúð beirri, var henni breytt síðar í svokallaða ,diskbúð" á gamla vísu. Hvarf þá hin óeðlilega mikla vörurýrnun.

Árið 1963 varð það að samkomulagi, að Kaupfélagið og Mjólkursamsalan í Reykjavík keyptu í sameiningu íbúðarhúsið Miðey, nr. 33 við Heimagötu í austanverðum kaupstaðnum. Íbúðarhúsi þessu fylgdi stór húslóð. Að því var stefnt, að fyrirtækin byggðu í sameiningu verzlunarhús á lóð þessari.

Að sjálfsögðu var Mjólkursamsölunni mikil nauðsyn að reka mjólkurbúð í austanverðum kaup staðnum til þess að koma sem mest og bezt til móts við Austurbæinga í mjólkurviðskiptunum. - Brátt reis stórt verzlunarhús á lóð þessari. Það er húsið nr. 35-37 við Heimagötu. Mjólkursamsalan átti 1/3 hluta og Kaupfélagið 2/3 hluta byggingarinnar, sem er tvær hæðir með tveim íbúðum á efri hæð. Þarna ráku síðan þessi tvö fyrirtæki verzlun fram að eldsumbrotunum 1973.

Til þessara byggingarframkvæmda lánaði Sparisjóður Vestmannaeyja á sínum tíma kr. 500.000,00 með tilliti til þess, að tvær íbúðir voru á efri hæð hússins og skiptist þá þetta fé niður á íbúðirnar og verzlanirnar.

Stjórn Sparisjóðsins sannfærðist fljótlega um dugnað þessa kaupfélagsstjóra og hyggjuvit í starfi og rekstri kaupfélagsins. Þá stóð ekki á henni til að mæta stofnuninni miðra garða í viðskiptunum.

Til þessa hafði S.Í.S. átt bæði verzlunarhúsin, sem búðir Kaupfélagsins voru starfræktar í við Bárustíg, nr. 6 og nr. 7. Brátt kom Guðni kaupfélagsstjóri því til leiðar, að félagið gat keypt húsið að Bárustíg 6. Kaupverðið var lágt, eða kr. 540.000,00. Sparisjóðurinn átti sinn þátt í því, að þessi húskaup félagsins urðu því kleif þrátt fyrir liðin hörmuleg viðskiptaár. Nú fannst okkur stofnendum Kaupfélagsins, að það ætti orðið sjálft sig að hálfu leyti.

Bráðlega keypti félagið af S.Í.S annað hús, sem Kaupfélagið Drífandi hafði átt. Það var hið gamla verzlunarhús nr. 42 við Strandaveg, sem var kallað Gefjun. Gefjunarhúsinu fylgdi stór lóð, sem nú var orðin verðmikil, eftir að uppfylling hafði verið gjörð þarna við höfnina milli Gömlu bæjarbryggjunnar og Bratta. Enda leið nú ekki á löngu þar til Ísfélag Vestmannaeyja keypti hluta af lóð þessari undir fiskverkunarhús, sem það reisti þar. Líf var komið í kaupfélagsreksturinn. Veldur hver á heldur.

Árið 1964 nam vörusala K.F.V. kr. 27.5 milljónum króna. Þá hafði tala þessi hækkað um kr. 5,8 milljónir frá fyrra ári. Rétt er þó að minna á, að dýrtíð fór vaxandi í landinu á þessum árum. Á þessu ári skilaði rekstur Kaupfélagsins hagnaði, sem nam kr. 407.000,00, og höfðu þá allar eðlilegar afskriftir átt sér stað.

Vert er að geta þess, að á árinu 1963 stofnaði Kaupfélagið sérstaka pylsugerð, sem skilaði brátt mjög góðum hagnaði.
Á vertíð 1966 stofnaði Kaupfélagið sérstakt hlutafélag og lagði fram kr. 50.000 hlutafé í þessu skyni. Þetta fyrirtæki hlaut nafnið Hlutafélagið Dröfn. Hlutverk þess var fiskverkun, því að sá atvinnuvegur var þá auðsær gróðavegur. Fiskverkunin var rekin í hinu gamla frystihúsi Sambandsins við Strandveg. Fyrirtækið skilaði góðum hagnaði á stofnárinu eða kr. 239.000,00. Þá var hlutverki þess lokið. Kaupfélagið hreppti þar góðar aukatekjur.

Á árinu 1966 stofnaði K.F.V. til verzlunarreksturs í hinni svokölluðu Brynjúlfsbúð að Kirkjuvegi 21. Leigan fyrir búðina og verzlunaraðstöðu þessa var 4% af brúttósðlu varanna. Áhættan var þess vegna mun minni en ella og hyggilega afráðin. Og framtak þetta skilaði K.F.V. nokkrum hagnaði.

En nú steðjaði orðið að sérlegur vandi í verzlunarrekstri í Vestmannaeyjakaupstað. Ýmiskonar starfshópar ráku pöntunarfélög til innkaupa á nauðsynjum og dró sú starfsemi mjög úr vðrusölu verzlunarfyrirtækja í bænum.

Þá er hér við hæfi að minnast eilítið á aðalfund K.F.V. 1966, því að hann gæti vakið okkur til skilnings á vissum þætti þessara félagsmála og til íhugunar, - okkur, sem unnum samvinnusamtökum almennings. Boðað var til aðalfundarins. Við fyrri atrennu var hann ekki haldinn sökum ónógrar fundarsóknar. Við aðra atrennu kom enginn til fundarins nema stjórnarmennirnir fimm og kaupfélagsstjórinn. Hér virtist enginn áhugi ríkja um starfsemi Kaupfélagsins. Hugsjónin sjálf var utan garna. – Samstaða kaupfélagsstjórnarmanna varð einnig slælegri frá ári til árs. T.d. var ekki boðað til stjórnarfundar frá 3. júní 1966 til 17. febrúar á næsta ári. Sagði þá Eiríkur Ásbjörnsson, útgerðarmaður, sig úr stjórninni sökum þessa doða og áhugaleysis forustunnar. En lífið og áhuginn í starfi kaupfélagsstjórans, Guðna B. Guðnasonar, var því meira. Hann virtist orðinn algjörlega einráður um stjórn kaupfélagsins. Helzt virtist hann leita samráða við stjórnir peningastofananna í bænum, þegar að kreppti eða honum flaug í hug nýtt framtak til hagsældar og vaxtar kaupfélaginu.

Í nóvember 1969 opnaði Kaupfélagið sölubúð sína í hinni nýju byggingu að Heimagötu 35-37.

Á kaupfélagsstjóraárum Guðna B. Guðnasonar gerði Sparisjóður Vestmannaeyja sitt ítrasta til þess að efla kaupfélagsstarfið í bænum til hagsældar öllum almenningi, með því að við bárum traust til kaupfélagsstjórans og fylgdumst með athöfnum hans og gerðum okkur grein fyrir hugsjónum hans og hyggjuviti í ályktunum og störfum.

Árið 1969 keypti Sparisjóður Vestmannaeyja verzlunarvíxla af Kaupfélaginu fyrir kr. 7.5 milljónir. Og árið eftir fyrir kr. 8.9 milljónir. Þessi viðskipti reyndust okkur örugg í alla staði. Og þessi stuðningur okkar við hugsjónina varð okkur öllum til ánægju og almenningi í bænum til hagsbóta. Gagnkvæmt traust varð nú ríkjandi í öllum viðskiptum milli Sparisjóðsins og Kaupfélagsins.

Guðni B. Guðnason, kaupfélagsstjóri, hvarf frá kaupfélagsstjórastarfinu árið 1972 og fluttist að Selfossi, þar sem hann gerðist aðstoðarkaupfélagsstjóri við Kaupfélag Árnesinga. - Mér er enn í fersku minni einn af síðustu atburðunum í samvinnu okkar og samstarfi. Kaupfélagið átti þess kost að kaupa íbúðarhúsið Sælund á mörkum Bárustígs og Vesturvegar. Lóð þessa íbúðarhúss liggur fast að mörkum Kaupfélagslóðarinnar við vestanverðan Bárustíginn. Nú sótti kaupfélagsstjórinn um hjálp Sparisjóðsins til þess, að Kaupfélagið gæti keypt þessa húseign og þar með eignast leigurétt á lóð þess, sem vissulega verður kaupfélaginu veigamikil eign, ef því vex fiskur um hrygg, svo að það þurfi og geti byggt við hús sitt vestan Bárustígsins, þá tímar líða. - En hvernig gat Kaupfélagið risið undir þeirri fjárfestingu að kaupa íbúarhús, sem hlaut að hafa litla tekjumöguleika í för með sér, aðeins skilað lágri húsaleigu. - Ráðin fundust í samhug og sameinuðum vilja. Kaupfélagið hafði eignazt hið gamla frystihús Sambandsins við Strandveg (nr. 49), þegar það stofnaði hlutafélagið Dröfn og hóf fiskverkun þar á vertíð 1966. Enginn var vandinn annar en að selja þetta hús, sem ýmsir hlutu að vilja eignast til þess að reka þar iðnað t.d. Til þeirrar starfsemi var hús þetta á góðum stað í bænum. Það tókst mæta vel að fá kaupanda að húsi þessu með hagstæðu láni Sparisjóðsins til kaupanna. Síðan festi kaupfélagið kaup á Sælundi með dýrmætu lóðarréttindunum og naut til þess hagstæðs láns frá Sparisjóðnum. Þannig rákum við, sem stjórnuðum Sparisjóðnum og kaupfélagsstjórinn, G.B.G., saman trippin til vaxtar og viðgangs Kaupfélaginu og þá um leið til hagsbóta almenningi í bænum að okkar dómi.

Á árunum 1966-1969 varð mikill tekjuhalli á rekstri K.F.V., brátt fyrir ötula og góða stjórn að dómi margra í rekstri þess og aðgæzlu í fjármálum. Töpunum olli fyrst og fremst vaxandi dýrtíð og afleiðingar hennar frá ári til árs. Um þessar mundir námu rekstrartöp Kaupfélagsins samtals um kr. 3,2 milljónum.

Með góðu samkomulagi við stjórnarvöld S.Í.S. var afráðið að K.F.V. festi kaup á verzlunarhúsinu nr. 6 við Bárustíg fyrir hið upprunalega kaupverð S.Í.S. á húseigninni, þegar Kaupfélag verkamanna varð gjaldþrota, kr. 540.000,00, þó að matsverð byggingarinnar væri þá orðið 2.9 millj. króna. Mismunurinn á söluverði og matsverði var látinn mæta hinum miklu töpum Kaupfélagsins á undanförnum árum og skuldum þess við S.Í.S. -
Ég þekki ekkert ljósara dæmi þess, hversu S.f.S. gerir sitt ítrasta nú til þess, að kaupfélögin geti verið efnalega sjálfstæð fyrirtæki innan þess. Hér var ekki verið að huga til gróða á viðskiptunum á undanförnum árum heldur til efnalegs sjálfstæðis Kaupfélagsins. Það var framar öllu. Frá því að kjötvinnsla Kaupfélagsins var stofnuð og falið Pétri Guðbjartssyni, kjötvinnslumanni, til umönnunar og eflingar, hafði hún ávallt skilað arði. Þetta veigamikla og markverða starf í þágu félagsins og almennings í bænum var þakkað P.G. sérstaklega, er hann hvarf frá því og gerðist þá að nokkru leyti aðstoðarkaupfélagsstjóri G.B.G.

Vegna hinna miklu fjárhagsörðugleika K.F.V. og bágu afkomu með vaxandi dýrtíð og tilkostnaði frá ári til árs, þá samþykktu stjórnarmenn S.Í.S. að gefa því eftir alla vexti af skuldum þess við Sambandið næstu 5 árin. Sú upphæð nam árlega nokkrum hundruðum þúsunda.

Hinn 1. jan. 1970 eignaðist K.F.V. verzlunarhúsið nr. 7 við Bárustíg svona að nafninu til. Kaupverðið var kr. 2 milljónir og skyldi greiðast á 15 árum með 8%. - Upprunalega eða fyrir 20 árum hafði S.Í.S. eignast þessa byggingu af Neytendafélaginu fyrir kr. 50 þúsundir. Þannig var þá allt lagt í sölurnar!

Í desember 1970 áfréð stjórn K.F.V. að Kaupfélagið skyldi taka á leigu fyrirtækið Timbursöluna við Flatir. Þetta fyrirtæki var þá komið að brotum en þótti mjðg nauðsynlegt öllum almenningi í bænum, því að byggingaframkvæmdir voru þá miklar með Eyjabúum.

Ári síðar tókst K.F.V. að selja Gefjunarhúsið svokallaða, nr. 42 við Strandveg fyrir kr. 790.000,00. Þannig fékkst þá nokkurt fé til að mæta rekstrartöpunum.

Í árslok 1970 voru skráðir félagsmenn Kaupfélagsins 419 alls. Í aprílmánuði 1972 sagði Guðni B. Guðnason, kaupfélagsstjóri, upp starfi sínu hjá Kaupfélaginu með 6 mánaða fyrirvara. Þá hafði hann starfað þar í 10 ár. Starf hans hafði reynzt heilladrjúgt stofnuninni þrátt fyrir fjárhagslega erfiðleika, sem stöfuðu af óvenjulegri fjárhagsþróun með íslenzku þjóðinni og ekki hættulausum hagvexti.

Að kaupfélagsstjóra þessum þótti mikil éftirsjá. Voru honum færðar miklar þakkir allra kaupfélagsmanna bæði opinskátt og í leynum. Sumarið 1972 auglýsti stjórn K.F.V. kaupfélagsstjórastöðuna til umsóknar. Ýmsir sóttust eftir að verða kaupfélagsstjórar. En þegar á reyndi hvörfluðu þeir frá þeirri hugsun eða stjórnin féll frá ráðningu þeirra. - Síðasta ársfjórðunginn lánaði S.Í.S. einn af starfsmönnum sínum til þess að stjórna K.F.V., þar til fastur kaupfélagsstjóri fengist ráðinn. Sá hét Gísli Jónatansson.

Rétt fyrir jólin 1972 var svo fastráðinn kaupfélagsstjóri. Sá hét Ragnar Snorri Magnússon úr Kópavogi. Svo dundu ósköpin yfir. Aðfaranótt 23. jan. 1973 brauzt út eldgos á austanverðri Heimaey. Fólkið flýði unnvörpum úr kaupstaðnum á vélbátaflota sínum, sem lá allur í höfn.

Í byrjun ársins 1973 rak Kaupfélag Vestmannaeyja þessar verzlanir: Matvöruverzlun að Bárustíg 7, Hólagötu 28, Heimagötu 35-37 og að Kirkjuvegi 21 (Brynjúlfsbúð). Þá rak Kaupfélagið vefnaðarvöru- og búsáhaldadeild að Bárustíg 6 og svo fyrirtækið Timbursöluna við Garðaveg á Flötum. Alls unnu þá 26 manns hjá K.F.V.

Fyrstu fjóra sólarhringana eftir að eldgosið hófst, var ekkert aðhafzt á vegum Kaupfélagsins. Þá öftruðu bönn hins opinbera valds öllum ferðum til Eyja. Eftir jaml og juð í fjóra daga fékkst loks leyfi til að senda fimm manns til Eyja til þess að líta eftir eignum Kaupfélagsins. Voru þá sendar til Reykjavíkur allar bókhaldsbækur þess, skrifstofuvélar og svo vörur úr þeim búðum þess, sem voru í mestri hættu sökum hraunrennslis, svo sem búðin að Heimagðtu 35-37 og Kirkjuvegi 21. - Matvörusendingar úr bænum kostuðu nokkurn úlfaþyt stjórnandi manna í hinum yfirgefna kaupstað sökum þess, að margir unnu í bænum við margvísleg björgunarstðrf. Allt það vinnulið þurfti fæði. - Og svo lá brátt beiðni fyrir stjórn K.F.V. frá Almannavarnaráði, að Kaupfélagið hefði opna búð í kaupstaðnum til hagræðis fyrir björgunarfólk og lögreglulið. Með þessari beiðni sinni sýndu stjórnarvöldin Kaupfélaginu mikið traust og væntu mikils af því í þessum nauðum öllum. - Kaupfélagsstjórnin hélt fundi sína í Sambandshúsinu í Reykjavík á neyðartímunum. Og hún sendi brátt tvo menn til Eyja til þess að opna bar búð björgunar- og lögreglu- liðinu til hjálpar og þjónustu.

Búðin að Hólagðtu 28 var opnuð og starfrækt til hjálpar því fólki, sem starfaði þá í kaupstaðnum. Sú starfræksla Kaupfélagsins var veigamikill þáttur í öllu björgunarstarfinu í heild.

Ekki löngu eftir að eldgosið hófst, urðu menn varir við gasloft, sérstaklega í lágbænum. Þá varð að flytja allar vörubirgðir úr verzlunum þess við Bárustíg. Mikið af vörum þeim skemmdist við flutninga þessa. Megnið af vörum þeim, sem ekki urðu notaðar til neyztu, voru fluttar til Reykjavíkur. Þar var þeim komið í sölu eða þeim skilað til heildsala. En mikið af kæli- og frystivörum Kaupfélagsins skemmdust í Eyjum og uðru því ekki söluhæfar. Einnig kom í ljós mikil vörurýrnun í búðum kaupfélagsins sökum þess, að brotizt hafði verið inn í búðirnar á fyrsta sólarhringum hörmunganna meðan beðið var eftir fararleyfum til Eyja frá opinberum valdamönnum. Tilfinnanlegast var þetta tjón hjá Timbursölu Kaupfélagsins á Flötum.

Brátt var efnt til útsölu í Reykjavík á vefnaðarvörum og búsáhöldum. Sú útsala gekk illa, þó að afsláttur væri mikill. Allt þetta basl hafði mikið fjárhagslegt tap í för með sér fyrir fyrirtækið.

Tveir menn unnu sérstaklega að björgunarstörfum í Eyjum fyrir Kaupfélagið. Það voru þeir Garðar Arason, sem hefur verið starfsmaður þess frá árinu 1957 og Bjarni Bjarnason í Breiðholti.

Vorið 1973 hætti Ragnar Sn. Magnússon kaupfélagsstjórastarfinu. Við því tók Bogi Þórðarson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Patreksfirði. Honum var falið prókúruum boð Kaupfélagsins, þar til ráðinn var fastur kaupfélagsstjóri.

Á fundi kaupfélagsstjórnarinnar í Sambandshúsinu 13. nóv. 1973 var samþykkt að auglýsa kaupfélagsstjórastöðuna til umsóknar. Þá sóttu þrír menn um hana. Einn þeirra var Georg Hermannsson í Borgarnesi, starfsmaður og trúnað armaður Kaupfélgs Borgfirðinga þar. Hann var ráðinn kaupfélagsstjóri. Hann hóf síðan starf við áramótin 1973/1974. Tekið var þá til með ötulleik og athafnahug að endurreisa Kaupfélagið úr rústum eftir öll þau ósköp, sem yfir höfðu dunið á undanförnu ári. Heimildir eru fyrir því, að þrír menn reyndust þá kaupfélagssamtökunum alveg sérlega vel og traustir félagsmenn. Það voru þeir Sigurgeir Kristjánsson, forstjóri Olíufélagsins í Eyjum, Jónas Guðmundsson, trésmíðameistari og Garðar Arason frá Þórlaugargerði, starfsmaður Kaupfélagsins. essi orð eru skráð eftir Georg kaupfélagsstjóra úr ræðu, sem hann hélt nokkru eftir að hann hóf kaupfélagsstjórastarf sitt í Eyjum: ,Án þeirra forgöngu hefði félagið ef til vill lagt upp laupana," sagði hann þá.

Garðar Arason sá um rekstur búðarinnar að Hólagðtu 28, eftir að hún var opnuð björgunar- og lögregluliði til nota á umbrotaárinu, nokkrum dögum eftir að gosið hófst. Hann hefur ávallt reynzt Kaupfélaginu dyggur og í alla staði góður starfskraftur. Bogi Þórðarson reynist kaupfélaginu nýtur þegn og úrræðagóður, þá mánuði, sem hann var kaupfélagsstjóri. Þá mánuði bjó hann í Reykjavík og greiddi þar úr fjárhagserfiðleikum Kaupfélagsins, sem voru miklir og vandasamir úrlausnar.

Á fyrsta aðalfundi eftir gosið voru þessir menn kosnir í stjórn Kaupfélagsins: Sigurgeir Kristjánsson, Garðar Arason, Gunnar Sigurmundsson, Jóhann Björnsson og Jón Stefánsson, sem setið hafði í stjórn þess frá upphafi.

Ekki hafði Georg Hermannsson starfað marga mánuði í kaupfélagsstjórastöðunni, þegar hann lét Kaupfélagið stofna svokallaðan Vörumarkað. Þar eru vörur seldar við lægra verði en almennt á sér stað í umhverfinu. Skráð er í góðri heimild, að Eyjabúar muni hafa hagnazt um 6 milljónir króna á Vörumarkaði Kaupfélagsins árið 1975 og kr. 14 milljónir árið eftir. Þá hafði Kaupfélagið 42-43 % af heildarvörusölu í kaupstaðnum. Vörumarkaður Kaupfélagsins leiðir því til mikilla kjarabóta alls almennings í kaupstaðnum.

Á miðju ári 1978 festi Kaupfélagið kaup á húseigninni Reyni, nr. 5 við Bárustíg. Þar eignaðist Kaupfélagið lóð, sem er dýrmæt því, þar sem hún liggur fast að lóðamðrkum þess að Bárustíg 7. Við árslok 1977 voru fastir starfsmenn K.F.V. 22.

Það gæti orðið fróðlegt seinni tíma mönnum að glugga eilítið í tölur, sem varða viðskipti K.F.V. og þá fyrst upphæðir seldra vara, hækkanir þeirra frá ári til árs í dýrtíðarflóðinu mikla. Viðskiptin fara einnig vaxandi ár frá ári.


Ár Seldar vörur fyrir Kr.:
1959 8.821.063,28
1960 8.214.494,00
1961 10.303.898,00
1966 27.642.770,91
1967 27.761.663,16
1968 32.900.000,00
1969 46.012.000,00
1970 55.161.000,00
1971 69.700.000,00
1972 87.947.334,00
1973 23.428.369,00
1974 117.731.843,00
1975 258.146.719,00
1976 307.378.749,00
1977 438,929.730,00
1978 629.124.193,00


Fasteignamat húseigna Kaupfélagsins Upphæð Kr.
1974 29.437.211,60
1975 27.793.616,00
1976 34.300.271,00
1977 94.847.000,00
1978 103.432.000,00

Í rekstri K.F.V. hafa skipzt á skin og skúrir eins og í rekstri flestra fyrirtækja okkar á þessu landi nú undanfarin 17 ár. Tilfinnanlegur halli hefur orðið á rekstri þess sum þessi ár, þó að vel hafi því verið stjórnað á undanförnum árum að flestra dómi. Að sjálfsögðu höfðu eldsumbrotin á Heimaey og afleiðingar þeirra mikinn rekstrarhalla í för með sér. Afleiðingar þeirra hörmunga hefðu orðið K.F.V. næsta örlagaríkrar, ef ekki hefði komið til góð hjálp og svo velviljaður skilningur og traust Eyjamanna.

Þ.Þ.V.