Húnbogi Þorkelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 13:59 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 13:59 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Húnbogi Þorkelsson.

Húnbogi Þorkelsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1916 og lést 9. apríl 2002. Árið 1941 kvæntist hann Guðrúnu Svanlaugu Andersen.

Þau eignuðust sjö börn;


Húnbogi, sem oftast var kallaður Bogi, lauk Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1930, tók minna mótorvélstjórapróf 1938, lauk námi í Iðnskóla Vestmannaeyja 1956 og sveinspróf í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna 1959. Hann fékk meistararéttindi í vélvirkjun 1962.

Bogi stundaði sjómennsku frá árinum 1938 til 1947, vann í Vélsmiðjunni Magna 1947-1959 og var síðan járniðnaðarmaður í Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja samfellt frá 1959 og þangað til hann lét af störfum 1993, þá 77 ára að aldri.

Bogi var virkur í íþróttum á sínum yngri árum og varð meðal annars glímukóngur Vestmannaeyja. Hann var einnig einn af bestu fjallamönnum Eyjanna og stundaði lundaveiðar og eggjatöku langt fram eftir aldri.

Bogi starfaði mikið með Íþróttafélaginu Þór og sat einnig í knattspyrnuráði ÍBV. Fyrir störf sín í þágu íþróttamála hlaut hann meðal annars Gullmerki KSÍ og Gullmerki ÍSÍ.


Heimildir

  • Elísabet Ruth Guðmundsdóttir. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 2002.