Soffía Guðmundsdóttir (Vallanesi)
Soffía Guðmundsdóttir frá Vallanesi, húsfreyja á Seyðisfirði fæddist 3. júlí 1913 og lést 31. desember 2010.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefán Bjarnason sjómaður, f. 9. júlí 1888, d. 7. ágúst 1959, og Ingibjörg Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 18. maí 1891, d. 2. nóvember 1979.
Börn Ingibjargar og Guðmundar í Eyjum:
1. Rebekka Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1911, d. 18. október 1987.
2. Soffía Guðmundsdóttir, f. 3. júlí 1913, d. 31. desember 2010.
Þau Júlíus Jón giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Seyðisfirði.
I. Maður Soffíu var Júlíus Jón Brynjólfsson frá Presthúsum á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, bifreiðastjóri, f. 27. febrúar 1909, d. 14. ágúst 1989. Foreldrar hans Brynjólfur Arnbjörnsson, f. 20. september 1857, d. 4. janúar 1941, og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, f. 3. júní 1865, d. 1. ágúst 1963.
Börn þeirra:
1. Reynir Trúmann Júlíusson, f. 20. júní 1937, d. 19. maí 1939.
2. Reynir Trúmann Júlíusson, f. 14. mars 1940.
3. Jóhann Brynjar Júlíusson, f. 25. janúar 1948.
4. Smári Júlíusson, f. 29. júní 1951, d. 6. júlí 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.