Rebekka Guðmundsdóttir
Hulda Rebekka Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 6. maí 1911 í Eyjum og lést 18. október 1987.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefán Bjarnason sjómaður, f. 9. júlí 1888, d. 7. ágúst 1959, og Ingibjörg Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 18. maí 1891, d. 2. nóvember 1979.
Börn Ingibjargar og Guðmundar í Eyjum:
1. Rebekka Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1911, d. 18. október 1987.
2. Soffía Guðmundsdóttir, f. 3. júlí 1913.
Rebekka var með foreldrum sínum í Vallanesi 1920.
Þau Jóhann Tómas Þorlákur giftu sig, eignuðust fósturbarn. Þau bjuggu í Rvk.
Jóhann lést 1979 og Rebekka 1987.
I. Maður Rebekku var Jóhann Tómas Þorlákur Þorsteinsson, málarameistari, f. 10. júní 1911 í Dvergasteini í Álftafirði, N.-Ís., d. 21. júní 1979. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason bóndi, f. 9. október 1851, d. 10. júní 1912, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1869, d. 1. september 1950.
Barn þeirra, fósturbarn:
1. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. 5. mars 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.