Sigbjörn Þór Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2024 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2024 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigbjörn Þór Óskarsson (Grímsstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigbjörn Þór Óskarsson, netagerðarmeistari fæddist 28. október 1962 á Grímsstöðum.
Foreldrar hans Óskar Haraldsson, frá Nikhól, netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929, d. 22. ágúst 1985, og kona hans Ásta Haraldsdóttir, frá Fagurlyst, húsfreyja, f. 28. nóvember 1934.

Börn Ástu og Óskars:
1. Haraldur Óskarsson netagerðarmeistari, f. 6. janúar 1955 á Grímsstöðum.
2. Hörður Óskarsson viðskiptafræðingur í Eyjum, fjármálastjóri, aðalbókari, f. 18. ágúst 1957 á Grímsstöðum, d. 16. maí 2015.
3. Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1958 á Grímsstöðum.
4. Sigbjörn Þór Óskarsson netagerðarmeistari, f. 28. október 1962 á Grímsstöðum.

Þau Kristín Fransiska giftu sig, eignuðust eitt barn og Kristín átti eitt barn áður. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 2, búa nú í Rvk.

I. Kona Sigbjarnar Þórs er Kristín Fransiska Hjartardóttir, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 10. júlí 1963.
Barn þeirra:
1. Hjörtur Ívan Sigbjörnsson, f. 28. desember 1995.
Barn Kristínar:
2. Birkir Fannar Einarsson, f. 19. október 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.