Vilborg Friðriksdóttir (verkakona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 15:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 15:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Friðriksdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 23. nóvember 1965.
Foreldrar hennar voru Friðrik Helgi Ragnarsson frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, bifreiðastjóri, f. 12. febrúar 1941, og kona hans Erla Víglundsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja fiskiðnaðarkona, f. 4. september 1944, d. 9. maí 2020.

Börn þeirra:
1. Sigurður Vignir Friðriksson verkamaður, sjómaður, matsveinn í Reykjavík, f. 21. mars 1964.
2. Vilborg Friðriksdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 23. nóvember 1965. Maður hennar Sigmar Þröstur Óskarsson Þórarinssonar.

Vilborg var með foreldrum sínum.
Hún hefur verið fiskverkakona samhliða húsfreyjustörfum.
Þau Sigmar Þröstur giftu sig 2010, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Höfðaveg.

I. Maður Vilborgar, (18. desember 2010), er Sigmar Þröstur Óskarsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Friðrik Þór Sigmarsson stýrimaður, f. 30. september 1989. Kona hans Jenný Einarsdóttir Skagfjörð.
2. Erla Rós Sigmarsdóttir einkaþjálfari, f. 2. nóvember 1996. Maður hennar Magnús Möller.
3. Daníel Már Sigmarsson skólaliði, f. 26. apríl 2000. Sambúðarkona hans Sigríður Viktorsdóttir.
4. Andri Snær Sigmarsson nemi, f. 23. nóvember 2004.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.