Unnur Hermannsdóttir
Unnur Hermannsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, húsfreyja fæddist 8. janúar 1931 á Bjargi í Flatey, d. 4. janúar 2023.
Foreldrar hennar voru Ingjaldur Hermann Jónsson sjómaður, f. 11. ágúst 1895 í Krosshúsum á Flateyjardal, S.-Þing., d. 11. mars 1982 og Sigurveig Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, 12. júlí 1894 í Sýrnesi í S.-Þing, d. 24. september 1986.
Unnur kom til Eyja um 1950, vann á Sjúkrahúsinu.
Þau Lárus giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjuvegi 28, síðar Túngötu 17.
Lárus lést 1999. Unnur býr á Hásteinsvegi 64.
I. Maður Unnar, (1952), var Lárus Garðar Jóhannesson Long málarameistari, verkstjóri, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Long Lárusson, f. 2. apríl 1954. Kona hans Ásta Jakobína Ágústsdóttir.
2. Sigurveig Lárusdóttir Long, f. 30. maí 1958. Maður hennar Snorri Jóhannesson.
3. Anna Hulda Lárusdóttir Long, f. 17. maí 1963. Maður hennar Magnús Ríkharðsson.
4. Hermann Ingi Long, f. 16. desember 1966. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. maí 1999. Minning Lárusar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.