Sveinbjörn Guðjónsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2024 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2024 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: Sveinbjörn Guðjónsson frá Kirkjubæ, kjötiðnaðarmaður á Selfossi, síðan í Noregi fæddist 26. janúar 1961.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður, síðar bifreiðastjóri á Selfossi, f. 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985, og kona hans Dagfríður Finnsdóttir frá Spjör í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, kennari, f. 20...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinbjörn Guðjónsson frá Kirkjubæ, kjötiðnaðarmaður á Selfossi, síðan í Noregi fæddist 26. janúar 1961.
Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson frá Kirkjubæ, sjómaður, stýrimaður, síðar bifreiðastjóri á Selfossi, f. 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985, og kona hans Dagfríður Finnsdóttir frá Spjör í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, kennari, f. 20. október 1932, d. 21. júní 1989.

Barn Dagfríðar og Guðjóns Einars Jónssonar:
1. Hallveig Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Mors Noregi, f. 14. janúar 1954. Fyrrum sambúðarmaður hennar Morten Nilsen.
Börn Dagfríðar og Guðjóns Péturssonar:
2. Pétur Guðjónson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. september 1958. Kona hans Berta Jónsdóttir.
3. Sveinbjörn Guðjónsson kjötiðnaðarmaður á Selfossi, f. 26. janúar 1961. Kona hans Margrét Ýrr Vigfúsdóttir.

Þau Margrét Ýrr giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Selfossi, en búa nú í Noregi.

I. Kona Sveinbjarnar er Margrét Ýrr Vigfúsdóttir, húsfreyja, f. 20. október 1965. Foreldrar hennar Vigfús Þórðarson, f. 23. júní 1913, d. 19. apríl 1968, og Karlý Fríða Zophoníasdóttir, f. 29. október 1943.
Börn þeirra:
1. Elva Karlý Sveinbjörnsdóttir, f. 20. mars 1989 á Selfossi.
2. Sverrir Freyr Sveinbjörnsson, f. 29. september 1995 á Selfossi.
3. Guðjón Dagur Sveinbjörnsson, f. 10. júlí 1997 í Noregi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.