Þröstur Guðmundsson (Hákonarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Þröstur Guðmundsson á Þröstur Guðmundsson (Hákonarhúsi))
Fara í flakk Fara í leit

Þröstur Guðmundsson frá Hákonarhúsi, sölustjóri fæddist 17. janúar 1965 í Hákonarhúsi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Hákonarson sjómaður, húsasmiður, f. 20. september 1915 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 4. febrúar 2006, og kona hans Halldóra Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1922 í Víðidal, d. 13. október 2021 í Hraunbúðum.

Börn Halldóru og Guðmundar:
1. Björn Bjarnar Guðmundsson, f. 11. nóvember 1941 á Kirkjuvegi 88, d. 11. október 2015. Fyrrum kona hans Þórey Þórarinsdóttir, fyrrum kona hans Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir. Kona hans Erna Guðmundsdóttir.
2. Halldór Ingi Guðmundsson, f. 14. október 1946 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Anna Þóra Einarsdóttir.
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 12. október 1950 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Sigríður Stefánsdóttir.
4. Ólafur Guðmundsson, f. 27. janúar 1952 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Valgerður Karlsdóttir.
5. Eygló Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1956 að Kirkjuvegi 88. Maður hennar Þór Kristjánsson.
6. Bjarni Ólafur Guðmundsson, f. 10. febrúar 1963 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Guðrún Mary Ólafsdóttir.
7. Þröstur Guðmundsson, f. 17. janúar 1965 á Kirkjuvegi 88.

Þröstur er sölustjóri hjá Innnet. Hann er ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.