Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir (Burstafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir''', frá Burstafelli, húsfreyja, verkstæðisrekandi, hótelrekandi fæddist 2. nóvember 1956.<br> Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1921, d. 19. febrúar 1993, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1923 í Neskaupstað, d. 11. janúar 2016. Börn Maríu og Vilhjál...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, frá Burstafelli, húsfreyja, verkstæðisrekandi, hótelrekandi fæddist 2. nóvember 1956.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1921, d. 19. febrúar 1993, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1923 í Neskaupstað, d. 11. janúar 2016.

Börn Maríu og Vilhjálms:
1. Óli Árni Vilhjálmsson, f. 18. október 1941, d. 24. desember 2021. Fyrrum kona hans Jenny Joensen. Kona hans Ólafía Skarphéðinsdóttir.
2. Þór Ísfeld Vilhjálmsson, f. 30. nóvember 1945. Kona hans Sólveig Adolfsdóttir.
3. Sæmundur Vilhjálmsson, f. 7. desember 1948. Fyrrum kona hans Elín Kristín Þorsteinsdóttir. Kona hans Fríða Jóna Ágústsdóttir.
4. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 2. nóvember 1956. Maður hennar Guðmundur ''Muggur'' Pálsson.
5. Vilhjálmur Vilhjálmsson, f. 5. mars 1963. Fyrrum kona hans Andrea Inga Sigurðardóttir. Kona hans Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk 4. bekk í Gagnfræðaskólanum í Eyjum.
Sigurbjörg vann í Þvotta- og efnalauginni Straumi.
Þau Muggur giftu sig 1974, eignuðust eitt barn. Þau búa við Hólagötu.
Þau Muggur ráku Bifreiðaverkstæði Muggs, unnu við ferðaþjónustu, ráku Hótel Bræðraborg um skeið.

I. Maður Sigurbjargar, (16. nóvember 1974), er Guðmundur Muggur Pálsson, bifvélavirki, hótelrekandi, f. 20. júní 1954.
Barn þeirra:
1. Bryndís Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur, læknaritari, rekur nú netverslun, f. 25. júní 1975. Maður hennar Valgeir Arnórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.