Ólöf Jónsdóttir (Byggðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2018 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2018 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólöf Jónsdóttir (Byggðarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Stíghúsi og Byggðarholti fæddist 26. janúar 1875 á Borgarhóli hjá Kúfhóli í A-Landeyjum og lést 17. janúar 1963.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi í Hólmahjáleigu, Borgarhóli hjá Kúfhóli og Oddakoti í A-Landeyjum, f. 22. júlí 1827 í Hólmahjáleigu, d. þar 9. október 1912, og kona hans Guðný Eiríksdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1834, d. 2. febrúar 1908 í Eyjum.

Ólöf var systir Jóns í Hlíð, f. 23. október 1878, d. 23. september 1954.

Ólöf var með foreldrum sínum í Hólmahjáleigu 1880, í Oddakoti 1890.
Hún fluttist frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum til Eyja 1896, bjó með Árna í Stíghúsi. Árni fórst með Sjólyst 1901 og Ólöf var ekkja í lok árs í Stíghúsi 1901 með barninu Árnýju nýfæddri.
Ólöf giftist Antoníusi 1904. Þau byggðu húsið Byggðarholt við Kirkjuveg 9b og bjuggu þar 1906 með Sigurði og Árnýju, og með þrem börnum sínum auk Árnýjar 1910.
Þau eignuðust Selmu, fjórða barnið 1913, misstu Sigurð, elsta barn sitt 1916, eignuðust Sigurðu 1917, misstu hana 1918. Þau misstu Guðbjörgu 1928.
Við manntal 1930 bjuggu þau enn í Byggðarholti með Svavari og Selmu og fósturbarninu Antoni Guðmundssyni, f. 1929, en hann var sonur Árnýjar á Eiðum, dóttur Ólafar.
Antoníus lést 1938.
Ólöf var síðan ekkja hjá Svavari syni sínum og Kristínu Halldórsdóttur konu hans í Byggðarholti.
Hún lést 1963.

I. Sambýlismaður Ólafar var Árni Jónsson sjómaður í Stíghúsi, f. 16. maí 1878, drukknaði 20. maí 1901.
Barn þeirra var
1. Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.

II. Maður Ólafar, (22. janúar 1904), var Antoníus Þorvaldur Baldvinsson útgerðarmaður, sjómaður í Byggðarholti, f. 10. mars 1873, d. 12. nóvember 1938.
Börn þeirra:
2. Sigurður Antoníusson, f. 16. september 1906 í Byggðarholti, d. 1. september 1916.
3. Guðjón Svavar Antoníusson, f. 27. desember 1908 í Byggðarholti, d. 19. maí 1979.
4. Guðbjörg Antoníusdóttir, f. 18. júní 1910 í Byggðarholti, d. 15. september 1928.
5. Selma Antoníusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1912 í Byggðarholti, d. 15. desember 1989.
6. Sigurða Antoníusdóttir, f. 19. nóvember 1917 í Byggðarholti, d. 6. apríl 1918.
Fóstursonur Ólafar og Antoníusar var
7. Anton Guðmundsson frá Eiðum, dóttursonur Ólafar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.