Bjarni Þórarinn Jónsson (Hoffelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2021 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2021 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Bjarni Þórarinn Jónsson. '''Bjarni Þórarinn Jónsson (Bússi)''' frá Hoffelli, vaktmaður fæddist 8. nóvem...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Þórarinn Jónsson.

Bjarni Þórarinn Jónsson (Bússi) frá Hoffelli, vaktmaður fæddist 8. nóvember 1941 og lést 28. júlí 2016.
Foreldrar hans voru Jón Karl Sæmundsson frá Gimli, ljósmyndari, f. 18. september 1921 í Valhöll, d. 30. júní 1993, og Sigríður Bjarnadóttir, síðar húsfreyja og nuddari í Reykjavík, f. 6. janúar 1921 á Hoffelli, d. 25. júní 1990.
Fósturforeldrar Bjarna Þórarins voru móðurmóðir hans Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Hoffelli, f. 17. september 1892, d. 27. desember 1988 og síðari maður hennar Þórarinn Ólason húsasmiður, skrifstofumaður, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.

Börn Jóns Karls og Sigurlínu Helgu Rósu Árnadóttur:
1. Helga Jónsdóttir, f. 21. mars 1955.
2. Sæmundur Gunnar Jónsson, f. 4. nóvember 1956.
3. Árni Ólafur Jónsson, f. 27. júlí 1959.
4. Sighvatur Hreiðar Jónsson, f. 22. apríl 1967.

Börn Sigríðar og Eðvalds Hinrikssonar Mikson:
5. Jóhannes Hendrik Edvaldsson knattspyrnumaður, hótelrekandi í Skotlandi, f. 3. september 1950, d. 24. janúar 2021, kvæntur skoskri konu, Cathrene Bradley.
6. Atli Edvaldsson knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari, f. 3. mars 1957, d. 2. september 2019. Kona hans Steinunn Guðnadóttir.
7. Anna Jónína Edvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 15. desember 1958. Maður hennar Gísli Guðmundsson.

Bjarni var með móður sinni og síðan Jónínu móðurmóður sinni og Þórarni Ólasyni.
Hann vann ýmis störf, var m.a. vaktmaður á Kleppi og sundlaugarvörður á Seltjarnarnesi, var lengi vaktmaður á Borgarspítalanum, hætti þar störfum vegna aldurs 2011.
Þau Vilborg eignuðust þrjú börn, sem létust í frumbernsku. Þau skildu.
Bjarni eignaðist barn með Helgu Björgvinsdóttur.
Ekkja Bjarna er Alda Sigurðardóttir.
Bjarni Þórarinn lést 2016.

I. Kona Bjarna Þórarins, (skildu), er Vilborg Karlsdóttir, f. 30. september 1947. Foreldrar hennar voru Karl Bachmann Stefánsson, f. 25. nóvember 1918, d 1. júní 1973, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, f. 3. júní 1917, d. 15. ágúst 1996.
Börn þeirra:
1.-3. Þrjú börn, sem létust í frumbernsku.

II. Barnsmóðir Bjarna Þórarins var Helga Björgvinsdóttir, f. 27. júlí 1941, d. 1. október 2000.
Barn þeirra:
4. Stefán Pétur Bjarnason smiður, Hátúni 16, f. 29. maí 1960. Kona hans Áslaug Steinunn Kjartansdóttir.

III. Ekkja Bjarna Þórarins er Alda Sigurðardóttir. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.