Brynheiður Ketilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. desember 2022 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2022 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Brynheiður Ketilsdóttir.

Brynheiður Ketilsdóttir húsfreyja í Norður-Gerði fæddist 4. ágúst 1907 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 11. jan. 2005.
Foreldrar hennar voru Ketill bóndi á Ketilsstöðum, f. 6. febrúar 1864, d. 2. jan. 1945, Ketils vinnumanns, f. 1838, d. 1905, Ketilssonar og konu Ketils vinnumanns (1863) Ingveldar vinnukonu, f. 25. júlí 1829 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. des. 1910 á Stóru-Heiði í Mýrdal, Sveinsdóttur.
Móðir Brynheiðar og síðari kona (1901) Ketils bónda var Arnfríður húsfreyja, f. 19. marz 1868 á Rofunum, d. 23. nóv. 1957 á Ketilsstöðum, Björns bónda á Rofunum, f. 1843, d. 1889, Sigurðssonar og konu (skildu) Björns, Arnfríðar húsfreyju, f. 1831, d. 1919, Bjarnadóttur.

Föðursystir Brynheiðar var
1. Þórunn Ketilsdóttir, Tóta í Uppsölum, f. 28. apríl 1865, d. 10. desember 1953.
2. Sjá frekari frændgarð í Eyjum: Lárus Jónsson hreppstjóra á Búastöðum og Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Geirmundsson.

Brynheiður var með foreldrum sínum til ársins 1938, er hún fluttist til Eyja.
Hún giftist Birni 1939 og bjó með honum í Norður-Gerði og á Þingeyri, var síðari kona hans. Þau eignuðust þrjú börn.
Björn lést 1979. Brynheiður bjó síðan hjá Guðlaugi Grétari syni sínum í Austurgerði 1. Hún lést 2005, var jarðsett í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdal.

I. Maður Brynheiðar, (20. janúar 1939), var Björn Eiríkur Jónsson bóndi, útvegsmaður, sjómaður, formaður, f. 16. des. 1884 í Eyjum, d. 30. apríl 1979.
Börn þeirra
1. Hallberg Björnsson, f. 17. maí 1940, d. 25. september 1971.
2. Arnfrið Heiðar Björnsson, f. 7. júlí 1947, d. 28. apríl 2008.
3. Guðlaugur Grétar Björnsson, f. 1. júní 1950, d. 7. desember 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.