Guðfinnur Þorsteinsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2024 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2024 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|252x252dp|''Guðfinnur Þorsteinsson. '''Guðfinnur Þorsteinsson''' vélstjóri fæddist 27. apríl 1951 í Kópavogi og fórst 2. september 1987.<br> Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurjónsson verkamaður, sjómaður í Rvk og Kópavogi, f. 23. febrúar 1922, d. 16. október 1979, og Sigríður Jóna Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1919, d. 7. júní 2004. Guðfinnur lærði vélstjórn.<br> Hann var véls...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinnur Þorsteinsson.

Guðfinnur Þorsteinsson vélstjóri fæddist 27. apríl 1951 í Kópavogi og fórst 2. september 1987.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurjónsson verkamaður, sjómaður í Rvk og Kópavogi, f. 23. febrúar 1922, d. 16. október 1979, og Sigríður Jóna Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1919, d. 7. júní 2004.

Guðfinnur lærði vélstjórn.
Hann var vélstjóri á bátum frá Eyjum frá 1973, var m.a. vélstjóri á Heimaey VE 1981-1987, bjó á Hnjúki við Brekastíg 20.
Guðfinnur var á Hvítingi VE, þegar hann fórst 2. september 1987. Með honum fórst einnig Óli Kr. Sigurjónsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.