Óli Kr. Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óli Kristinn Sigurjónsson.

Óli Kristinn Sigurjónsson (Óli Tótu) frá Sólnesi við Landagötu 5b, sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl fæddist 6. ágúst 1940 á Brimbergi við Strandveg 37 og drukknaði 2. september 1987.
Foreldrar hans voru Sigurjón Ólafsson frá Litlabæ, sjómaður, útgerðarmaður, f. 25. janúar 1918, d. 14. ágúst 2005, og kona hans Þórunn Gústafsdóttir frá Ekru á Djúpavogi, húsfreyja, f. þar 4. desember 1914, d. 2. maí 1995.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Óli Kristinn Sigurjónsson, f. 6. ágúst 1940 á Brimbergi, fórst með Hvítingi VE 2. september 1987.
2. Marý Sigurjónsdóttir, f. 26. júní 1946 á Brimbergi.
3. Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 28. ágúst 1949 í Árdal.

Óli var með foreldrum sínum í æsku, á Brimbergi við Strandveg 37, þá í Árdal við Hilmisgötu 5, síðan í Sólnesi við Landagötu 5b til Goss 1973, síðar á Foldahrauni 37.
Hann var sjómaður, var m.a. í siglingum, keyptri Hvíting VE 21 af föður sínum 1985 og gerði hann út.
Hvítingur fórst 2. september 1987 og með honum Óli og félagi hans Guðfinnur Þorsteinsson.
Hann var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.