Guðjón Jónsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðjón Jónsson. '''Guðjón Jónsson''' rafmagnsverkfræðingur fæddist 7. september 1957 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Jón Eiríksson frá Hesti í Borgarfirði, lögfræðingur, skattstjóri, f. 14. mars 1916, d. 21. október 1997, og síðari kona hans Bergþóra Guðjónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 21. apríl 1919, d. 30. júní 2004. Guðjón varð stúdent...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Jónsson.

Guðjón Jónsson rafmagnsverkfræðingur fæddist 7. september 1957 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Eiríksson frá Hesti í Borgarfirði, lögfræðingur, skattstjóri, f. 14. mars 1916, d. 21. október 1997, og síðari kona hans Bergþóra Guðjónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 21. apríl 1919, d. 30. júní 2004.

Guðjón varð stúdent í MA 1977, lauk prófum í rafmagnsverkfræði í HÍ 1981, lauk Civ. Ing,-prófum í sömu fræðum í DTH í Khöfn 1983.
Hann var verkfræðingur hjá hagsýsludeild Pósts- og síma 1983-1986; deildarverkfræðingur þar 1986-1987. Hann var yfirverkfræðingur hjá Reiknistofu Pósts- og síma frá 1987-1998, forstöðumaður farsímaþjónustu Símans 1998-2006, sérfræðingur frá 2006.
Guðjón var í stjórn Kjarafélags verkfræðinga 1984-1987, í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1988-1990, í samninganefnd Kjarafélags verkfræðinga 1984-1987, í samninganefnd Stéttarfélags verkfræðinga við ríkið um skeið frá 1987. Hann sat í stjórn Félags háskólamenntaðra Póst- og símamanna 1992-1995, þar af formaður 1993-1995.
Þau Sigurlaug giftu sig 1980, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Guðjóns, (29. nóvember 1980), er Sigurlaug Vilhelmsdóttir bókari, f. 29. október 1960 á Akureyri. Foreldrar hennar Vilhelm Þorsteinsson skipstjóri, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, f. 4. september 1928, d. 22. desember 1993, og kona hans Anna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1925 á Flateyri, d. 29. apríl 2013.
Börn þeirra:
1. Vilhelm Guðjónsson sjómaður, f. 25. maí 1978 á Akureyri. Kona hans er Helga Finnsdóttir.
2. Kristján Guðjónsson, þríburi, f. 6. janúar 1998. Hann er í M.Sc-verkfræðinámi í DTU í Danmörku. Unnusta hans Sólveig Lilja Gunnarsdóttir.
3. Þór Guðjónsson, þríburi, f. 6. janúar 1998. Hann er við M.Sc-verkfræðinánm í DTU í Danmörku. Unnusta hans Þórdís Ragna Ragnarsdóttir.
4. Jón Friðrik Guðjónsdóttir, þríburi, f. 6. janúar 1998. Hann er við M.Sc-verkfræðinám í DTU í Danmörku. Unnusta hans er Sigrún Agnes Einarsdóttir Guðjónssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðjón og Sigurlaug.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.