Elín Einarsdóttir (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Einarsdóttir (Reykholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elín Einarsdóttir frá Krossi í A.-Landeyjum, húsfreyja fæddist 26. maí 1882 og lést 26. febrúar 1930.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi, f. 19. janúar 1849 að Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 14. nóvember 1929, og kona hans Sigurrún Björnsdóttir frá Bergþórshvoli í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. maí 1845, d. 18. mars 1917

Börn Sigurrúnar og Einars í Eyjum:
1. Elín Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1882, d. 26. febrúar 1930. Fyrri maður hennar var Jón Ingileifsson útgerðarmaður, skipstjóri. Síðari maður hennar var Magnús Sveinsson forstjóri.
2. Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963, kona Lúðvíki Júlíusi Hjörtþórssyni.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, á Krossi, flutti með þeim að Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum 1899.
Hún flutti frá Þorvaldseyri til Eyja 1900, var hjú í Hlíðarhúsi 1901.
Þau Jón giftu sig 1906, eignuðust tvö börn, en fyrra barnið fæddist andvana. Þau bjuggu í Dalbæ við Vestmannabraut 9, síðan í Reykholti.
Jón lést 1918 úr spænsku veikinni.
Þau Magnús giftu sig 1920, bjuggu í Reykholti 1927, fluttu til Reykjavíkur.
Elín lést 1930 og Magnús 1944.

I. Maður Elínar, (23. desember 1906), var Jón Ingileifsson, sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 23. júní 1883, d. 18. nóvember 1918.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. andvana 21. nóvember 1909 í Dalbæ.
2. Unnur Sigrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykholti, f. þar 6. júní 1912, d. 16. febrúar 1995.

II. Maður Elínar, (23. desember 1920), var Magnús Sveinsson útgerðarmaður, forstjóri, f. 31. júlí 1894, d. 22. júní 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.