Ingimundur Ingimundarson (Nýlendu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 16:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 16:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingimundur Ingimundarson byggði Nýlendu og fleiri hús á eyjunni.

Frekari umfjöllun

Ingimundur Ingimundarson frá Staðarholti í Meðallandi, V.-Skaft., sjómaður, útgerðarmaður fæddist þar 28. ágúst 1864 og lést 16. desember 1919 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ingimundur Sveinsson bóndi, f. 6. ágúst 1829 í Staðarholti, d. 20. mars 1871, og kona hans Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. janúar 1831 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 19. júní 1900.

Ingimundur var með foreldrum sínum í Staðarholti til 1888, var vinnumaður á Hnausum í Meðallandi 1888 til 1899, í Hörglandskoti á Síðu 1899-1900. Hann var lausamaður á Keldunúpi á Síðu 1900-1901, fór þá í Meðalland, kominn af Síðu 1902, var lausamaður í Vík í Mýrdal 1902-1903.
Hann fór til Eyja 1903, var þar sjómaður og útgerðarmaður til æviloka.
Ingimundur byggði húsið Nýlendu við Vestmannabraut 42 og bjó þar 1910.
Bústýra á Nýlendu 1910 var Þóra Bjarnadóttir, f. 9. september 1865 í Holtssókn, Rang.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.