Gísli Vigfússon (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gísli Vigfússon. '''Gísli Vigfússon''' læknir fæddist 16. maí 1951 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913, d. 22. desember 1970, og kona hans Salóme Gísladóttir frá Arnarhóli við Faxastíg, húsfreyja, f. 13. apríl 1913, d. 12. apríl 1996. Gísli varð stúdent í M.A. 1971...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Vigfússon.

Gísli Vigfússon læknir fæddist 16. maí 1951 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913, d. 22. desember 1970, og kona hans Salóme Gísladóttir frá Arnarhóli við Faxastíg, húsfreyja, f. 13. apríl 1913, d. 12. apríl 1996.

Gísli varð stúdent í M.A. 1971, lauk læknaprófi í H.Í. 1977, varð dr. med. í Westfälischen Wilhelms Universität í Münster í Þýskalandi 1986.
Hann fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 21. mars 1979, séfræðingsleyfi í svæfingum og gjörgæslu í V.-Þýskalandi 10. ágúst 1985 og á Íslandi 22. nóvember 1985.
Á námstímanum var hann heilsugæslulæknir á Seyðisfirði, í Hveragerði, kandídat á Borgarspítalanum, slysadeild, 1977, á Lsp, Barnaspítala Hringsins, s. ár , á Sjúkrahúsi Akraness, lyflækningadeild, s.ár, á handlækningadeild 1978 og á fæðinga- og kvensjúkdómadeild s. ár. Hann var heilsugæslulæknir á Ólafsfirði 1978, kandídat á Bsp, lyflækningadeild 1978, heilsugæslulæknir á Höfn í Hornafirði 1979, aðstoðarlæknir og í sérnámi á Lsp, svæfinga- og gjörgæsludeild 1979, á Kreiskrankenhaus Backnang/Baden-Württemberg í Þýskalandi, svæfinga- og gjörgæsludeild 1982, stundaði sérfræðinám í svæfingum og gjörgæslu við Universitätsklinik Westfälischen Wilhelms Universität í Münster í Þýskalandi frá október 1982-ágúst 1985 og var sérfræðingur þar frá ágúst 1985 til október 1986.
Hann var sérfræðingur á Landspítala frá nóvember 1986, yfirlæknir frá 2000. (Þannig 2000).
Gísli var læknir að Hlaðgerðarkoti júlí 1977 til maí 1978, heilsugæslulæknir í afleysingum í Eyjum maí til september 1988 og í mars 1989.
Hann var stundakennari við Læknadeild H.Í. og í framhaldsnámi fyrir hjúkrunarfræðinga.
Gísli sat í stjórn svæfingalæknafélags Íslands frá 1989, í stjórn Skurðstofu Reykjavíkur hf. 1992-1993.
Ritstörf:
Unilateral PEEP bei einseitiger diffuser und einseitiger isolierter lobärer Lungenschädigung, Münster 1986 (doktorsritgerð).
Greinar í innlendum og erlendum sérfræðitímaritum um málefni tengd svæfingum og gjörgæslu. (2000).
Þau Sigríður giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Gísla, (31. desember 1974), er Sigríður Níelsdóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 11. desember 1950. Foreldrar hennar Níels Guðmundsson málarameistari á Ísafirði, f. 5. október 1922, d. 5. nóvember 1979, og kona hans Guðrún Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. maí 1924, d. 3. mars 2019.
Börn þeirra:
1. Vigfús Gíslason verkfræðingur, f. 8. desember 1973.
2. Sólveig Gísladóttir, f. 13. apríl 1977.
3. Níels Rúnar Gíslason, f. 21. maí 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.