Sveinn Benediktsson (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sveinn Benediktsson. '''Sveinn Benediktsson''' frá Mjóafirði fæddist 28. janúar 1881 og lést 16. apríl 1962.<br> Foreldrar hans voru Benedikt Sveinsson, bóndi, útgerðarmaður, þjóðsagnaritari á Borgareyri, f. 2. janúar 1846 á Ormsstöðum í Norðfirði, d. 4. september 1931 á Borgareyri, og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir frá Brekku í Mjóafirði, húsfreyja f. 18. maí 1853 á Reykjum í Mjóafirði, d. 23....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Benediktsson.

Sveinn Benediktsson frá Mjóafirði fæddist 28. janúar 1881 og lést 16. apríl 1962.
Foreldrar hans voru Benedikt Sveinsson, bóndi, útgerðarmaður, þjóðsagnaritari á Borgareyri, f. 2. janúar 1846 á Ormsstöðum í Norðfirði, d. 4. september 1931 á Borgareyri, og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir frá Brekku í Mjóafirði, húsfreyja f. 18. maí 1853 á Reykjum í Mjóafirði, d. 23. febrúar 1907 á Borgareyri.

Börn frá Borgareyri, sem bjuggu í Eyjum:
1. Sveinn Benediktsson bóndi á Borgareyri, síðar á Lundi, f. 25. janúar 1880, d. 18. apríl 1962.
2. Hermann Benediktsson verkstjóri, innheimtumaður, f. 12. febrúar 1887, d. 7. desember 1959.
3. Ragnar Benediktsson skipaafgreiðslumaður, verkstjóri, vigtarmaður, tónlistarmaður, f. 14. mars 1895, d. 7. júní 1968.

Sveinn var með foreldrum sínum á Borgareyri í æsku.
Þau Steinunn bjuggu með foreldrum Sveins fyrstu átta árin og tóku við búi að fullu 1920.
Sveinn varð sjómaður á árabátum, varð formaður á vélbáti föður síns 1906, sneri aftur að árabátum, er faðir hans hætti útgerð 1915, en rak einnig búskap í landi.
Sveinn stóð að stofnun Ungmennafélags Mjóafjarðar 1909, var glímumaður og skákmaður. Einnig var hann áhugasamur bindindisstúkumaður.
Þau Steinunn giftu sig 1912, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Eyja 1956, bjuggu á Lundi við Vesturveg 12.
Sveinn lést 1962 og Steinunn 1969.

I. Kona Sveins, (5. maí 1912), var Ólöf Steinunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1892, d. 25. október 1969.
Börn þeirra:
1. Svava Sveinsdóttir, f. 5. júní 1912, d. 24. júlí 1912.
2. Margrét Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011. Maður hennar Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson.
3. Unnur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1915, d. 25. nóvember 2018. Maður hennar Guðjón Björnsson frá Seyðisfirði.
4. Benedikt Sveinsson skipasmiður og skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 23. mars 1926. Kona hans Þórdís Kristinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.