Sigrún Snædal Logadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2022 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2022 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Snædal Logadóttir.
Þorsteinn Waagfjörð.

Sigrún Snædal Logadóttir húsfreyja, kennari fæddist 12. júní 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Logi Snædal Jónsson skipstjóri í Eyjum, f. 21. júlí 1948 í Reykjavík, d. 15. október 1996 og kona hans Halla Jónína Gunnarsdóttir frá Litla-Hofi í Öræfum, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 5. desember 1941.

Börn Höllu og Loga:
1. Jón Snædal Logason skipstjóri, f. 11. ágúst 1971, d. 6. maí 2013.
2. Sigrún Snædal Logadóttir kennari, f. 12. júní 1973.
3. Sæbjörg Snædal Logadóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 21. júní 1977.

Sigrún fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1974, bjó með þeim á Boðaslóð 16.
Hún varð stúdent við Framhaldsskólann í Eyjum, lauk kennaraprófi frá Kennaraháskólanum 1997 og hefur síðan kennt við Smáraskóla í Kópavogi.
Þau Þorsteinn giftu sig 2002, hafa búið í Holtsbúð 16 í Garðabæ og eignast þrjú börn.

Sigrún, Þorsteinn og börn.

I. Maður Sigrúnar, (27. apríl 2002), er Þorsteinn Waagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri, iðnrekandi, f. 27. apríl 1962 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Logey Rós Waagfjörð, f. 10. mars 1998.
2. Eysteinn Arnar Waagfjörð, f. 11. október 2002.
3. Eydís María Waagfjörð, f. 3. janúar 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Sigrún Snædal.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.