Úlfar Daníelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Úlfar Daníelsson. '''Úlfar Daníelsson''' íþróttakennari, tölvukennari, umsjónarmaður fæddist 18. ágúst 1959 í Eyjum otg lést 23. júlí 2020.<br> Foreldrar hans voru Daníel Willard Fiske Traustason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. júní 1928 í Grímsey, d. 27. september 1981, og kona hans Hildur Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, hú...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Úlfar Daníelsson.

Úlfar Daníelsson íþróttakennari, tölvukennari, umsjónarmaður fæddist 18. ágúst 1959 í Eyjum otg lést 23. júlí 2020.
Foreldrar hans voru Daníel Willard Fiske Traustason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. júní 1928 í Grímsey, d. 27. september 1981, og kona hans Hildur Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, húsfreyja, kennari, f. 10. nóvember 1935.

Börn Hildar og Daníels:
1. Jón Haukur Daníelsson kennari í Ollerup, f. 18. desember 1957.
2. Úlfar Daníelsson kennari, f. 18. ágúst 1959, d. 23. júlí 2020.
3. Íris Daníelsdóttir framreiðslumaður, f. 19. júní 1962.

Úlfar varð stúdent í M.L. 1979, lauk íþróttakennaraprófi 1982. Hann lærði kerfisfræði
Hann var kennari í Lækjarskóla í Hafnafirði frá 1982, kenndi íþróttir, þjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá FH. Hann þjálfaði einnig um tíma meistaraflokk karla hjá Víkingi Ólafsvík og meistaraflokk kvenna hjá KR. Hann var um nokkurra ára skeið framkvæmdastjóri á golfvelli Oddfellowa. Hann var tölvukennari og umsjónarmaður í Áslandsskóla til dánardægurs 2020. Hann leiddi spjaldtölvuinnvæðingu skólans og var stór hluti af því verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ.
Úlfar var einn af stofnendum víkingafélagsins Rimmugýgjar árið 1997. Hann var mikill handverksmaður og stundaði silfursmíði. Hann vann sumarstörf hjá lögreglunni í Rvk nokkur sumur.
Þau Hrönn giftu sig 1983, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Adda María giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi.

I. Kona Úlfars, (19. ágúst 1983, skildu), er Hrönn Bergþórsdóttir kennari, skólastjóri, f. 6. júní 1961. Foreldrar hennar Bergþór Jónsson bakari í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1935, og kona hans Jóhanna Magnea Sigurjónsdóttir húsfreyja, afgreiðslumaður, f. 16. september 1941.
Barn þeirra:
1. Silja Úlfarsdóttir sölumaður, f. 23. júní 1981. Sambúðarmaður hennar Andri Úlfarsson.
2. Sara Daníelsdóttir innkaupastjóri, f. 8. maí 1991. Sambúðarmaður hennar Þorkell Magnússon.

II. Kona Úlfars er Adda María Jóhannsdóttir, f. 7. mars 1967. Foreldrar hennar Jóhann Örn Héðinsson, f. 4. janúar 1946, og Helga Björnsdóttir, f. 2. nóvember 1947.
Börn Öddu Maríu:
3. Melkorka Rán Hafliðadóttir, f. 9. maí 1997.
4. Kormákur Ari Hafliðason, f. 9. maí 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hrönn.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 6. ágúst 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.