Sigurlaug Jónsdóttir (Sólnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sigurlaug Jónsdóttir. '''Sigurlaug Jónsdóttir''' frá Hofi í Svarfaðardal, húsfreyja í Sólnesi við Landagötu 5b fæddist 2. júní 1885 og lést 28. október 1954.<br> Foreldrar hennar voru Jón Þorvaldsson bóndi á Hofi í Svarfaðardal, bjó síðan í Bolungarvík, f. 15. apríl 1844, d. 11. júní 1927, og kona hans Guðrún Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1849, d. 5. febrúar 1941....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlaug Jónsdóttir.

Sigurlaug Jónsdóttir frá Hofi í Svarfaðardal, húsfreyja í Sólnesi við Landagötu 5b fæddist 2. júní 1885 og lést 28. október 1954.
Foreldrar hennar voru Jón Þorvaldsson bóndi á Hofi í Svarfaðardal, bjó síðan í Bolungarvík, f. 15. apríl 1844, d. 11. júní 1927, og kona hans Guðrún Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1849, d. 5. febrúar 1941.

Þau Thomas giftu sig 1910, fluttu til Eyja 1912, eignuðust eitt barn og eitt fósturbarn, bróðurson Sigurlaugar. Þau bjuggu í fyrstu í Laufási, keyptu húsið Hnausa, skírðu það Sólnes og bjuggu þar.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1934.
Thomas lést 1949 og Sigurlaug 1954.

I. Maður Sigurlaugar, (11. maí 1910), var Thomas Thomsen vélsmiður, rak Thomsensmiðju í Eyjum, f. 11. apríl 1883 á Skagen á Jótlandi, d. 14. september 1949.
Börn þeirra:
1. Elly Anna Thomsen Aðalsteinsson húsfreyja í Reykjavík, f. 30. júní 1912, d. 1. apríl 1996. Maður hennar Friðbjörn Aðalsteinsson.
Fóstursonur hjónanna var
2. Aðalsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 6. ágúst 1913 í Bolungarvík, d. 12. júní 1998. Kona hans Hulda Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.