Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. ágúst 2023 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. ágúst 2023 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir frá Múla fæddist 7. desember 1950 í Gefjun við Strandveg 42 og lést 13. júlí 2023 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912 á Múla, d. 2. júní 1996, og kona hans Svea María Normann húsfreyja, f. 23. nóvember 1917 á Ísafirði, d. 26. júní 1994 í Eyjum.

Börn Sveu og Bergsteins:
1. Kjartan Þór Bergsteinsson, f. 15. september 1938 á Múla. Fyrri kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen. Síðari kona hans er Arndís Egilson.
2. Margrét Halla Bergsteinsdóttir, f. 9. október 1941 á Múla, d. 22. september 2012. Maður hennar var Sigurgeir Lindberg Sigurjónsson.
3. Stúlka, f. 28. ágúst 1945 í Litlabæ, d. 29. ágúst 1945.
4. Jónas Kristinn Bergsteinsson, f. 24. ágúst 1948 í Litlabæ. Kona hans er Þórhildur Óskarsdóttir.
5. Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir, f. 7. desember 1950 í Gefjun, ógift.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Kjartans sonar þeirra og Ingibjargar Andersen:
6. Kristín Kjartansdóttir, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Fyrrum maður hennar Guðmundur Elmar Guðmundsson.

Vilborg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Múla 1972.
Hún fluttist úr bænum við Gos, bjó hjá foreldrum sínum á Reynigrund 51 1986, síðar Jörfabakka 32.
Hún var starfsmaður á skrifstofu Herjólfs, vann síðar hjá Eimskipum og á skrifstofu Símans í Reykjavík.
Vilborg var ógift og barnlaus.
Hún lést 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.