Þórólfur Guðnason (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2023 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2023 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Þórólfur Guðnason. '''Þórólfur Guðnason''' læknir fæddist 28. október 1953 á Hvolsvelli.<br> Foreldrar hans voru Guðni Björgvin Guðnason frá Guðnastöðum í A.-Landeyjum, kaupfélagsstjóri, f. 1. apríl 1925, d. 15. janúar 2022, og kona hans Valgerður Þórðardóttir frá Úlfsstaðahjáleigu (Sléttabóli) í A.-Landeyjum,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórólfur Guðnason.

Þórólfur Guðnason læknir fæddist 28. október 1953 á Hvolsvelli.
Foreldrar hans voru Guðni Björgvin Guðnason frá Guðnastöðum í A.-Landeyjum, kaupfélagsstjóri, f. 1. apríl 1925, d. 15. janúar 2022, og kona hans Valgerður Þórðardóttir frá Úlfsstaðahjáleigu (Sléttabóli) í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 3. mars 1926, d. 2. febrúar 2005.

Börn Valgerðar og Guðna:
1. Gunnar Guðnason arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans Erna Olsen.
2. Þórólfur Guðnason barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans Sara Hafsteinsdóttir.
3. Guðni Björgvin Guðnason tölvunarfræðingur, ráðgjafi, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.

Þórólfur var með foreldrum sínum, var með þeim á Hvolsvelli, á Eskifirði, og í Eyjum frá 1962.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1973, lærði læknisfræði í Árósarháskóla 1974-1977 og í Háskóla Íslands 1977-1981, varð cand. med. þar 27. júní 1981. Hann tók sérfræðipróf í barnalækningum (American Board of Pediatrics) 2. júní 1989. Þórólfur fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 10. júní 1983, í Connecticut 1987 og í Minnesota 1988. Hann fékk sérfræðingsleyfi í almennum barnalækningum í Bandaríkjunum 2. júní 1989 og á Íslandi 19. mars 1990, fékk sérfræðingsleyfi í smitsjúkdómum barna sem undirgrein á Íslandi 21. desember 1990.
Þórólfur starfaði á Fjórðunssjúkrahúsinu á Akureyri, á Læknamiðstöðinni þar, á Landspítalanum, var heilsugæslulæknir á Þingeyri 1983, aðstoðarlæknir á Barnaspítala Hringsins á Landspítala júní-desember 1983, heilsugæslulæknir í Eyjum desember 1983-febrúar 1984, aðstoðarlæknir á Barnaspítala Hringsins febrúar 1984-júní 1985.
Hann var aðstoðarlæknir og í sérfræðinámi í barnalækningum í University of Connecticut frá júlí 1985 til júlí 1988, stundaði sérfræðinám í smitsjúkdómum barna í University of Minnesota frá júlí 1988-júlí 1990 og var aðstoðarlæknir á Minneapolis Children‘s Hospital október 1988-júlí 1990.
Þórólfur var sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Hann rak jafnframt eigin lækningastofu í Reykjavík, var yfirlæknir bólusetninga hjá sóttvarnalækni við embætti Landlæknis, síðar sóttvarnalæknir við embættið.
Hann var stundakennari í klínískri lyfjafræði í Háskóla Íslands ágúst 1990-september 1995, var aðjúnkt í barnalækningum í læknadeild Háskóla Íslands.
Þau Sara giftu sig 1976, eignuðust tvö börn.

I. Kona Þórólfs, (27. desember 1976), er Sara Hafsteinsdóttir, húsfreyja, yfirsjúkraþjálfari, f. 4. júní 1952.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Þórólfson, f. 19. maí 1977.
2. Svavar Þórólfsson, f. 5. júní 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.