Lýður Brynjólfsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2020 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2020 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Lýður Brynjólfsson.

Lýður Brynjólfsson frá Ytri-Ey á Skagaströnd, kennari, skólastjóri, húsamiður fæddist þar 25. október 1913 og lést 12. mars 2002.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Lýðsson bóndi, f. 3. nóvember 1875 á Stað í Hrútafirði, d. 27. apríl 1970 á Blönduósi, og kona hans Kristín Guðmundína Indriðadóttir frá Ytri-Ey, húsfreyja, f. 21. febrúar 1873 í Mánaskál í Laxárdal, A-Hún, d. 2. maí 1941.

Lýður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann gekk í Unglingaskólann á Blönduósi og á Höskuldsstöðum hjá sr. Helga Konráðssyni 1932-1934, Héraðsskólann á Laugarvatni 1934-1935.
Lýður tók kennarapróf 1937, próf í Sljödlærerskole í Kaupmannahöfn 1938, fékk iðnbréf í húsasmíðum 1957.
Hann var kennari á Búðum í Fáskrúðsfirði 1937-1939 og hélt unglingaskóla þar bæði árin.
Lýður var kennari við Barnaskólann í Eyjum 1939-1964, stundakennari við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann, skólastjóri við Iðnskólann 1964-1978.
Þau Auður giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 5, síðan á Heiðarvegi 59.
Lýður lést 2002 og Auður 2003.

I. Kona Lýðs, (1. júní 1941), var Auður Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 9. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Guðmundur Lýðsson lögreglumaður í Eyjum, f. 27. desember 1942 á Fífilgötu 5. Kona hans Sólveig Bára Guðnadóttir.
2. Brynhildur Lýðsdóttir starfsmaður Flugleiða, f. 12. nóvember 1949 á Heiðarvegi 59, ógift, barnlaus.
3. Skúli Lýðsson byggingafræðingur, byggingafulltrúi á Akranesi, f. 9. nóvember 1951 á Heiðarvegi 59. Kona hans Áslaug Maríasdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. apríl 2002. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.