Júlíus Sigurðsson (prentari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2023 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2023 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Júlíus Sigurðsson.

Júlíus Sigurðsson frá Akureyri, prentari fæddist 15. júlí 1894 og lést 7. febrúar 1960.
Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson sjómaður á Akureyri, f. 18. október 1852, d. 9. október 1918, og Soffía Guðjónsdóttir, f. 23. október 1856, d. 16. apríl 1936.

Júlíus var með foreldrum sínum á Akureyri 1901, leigjandi á Akureyri 1910, kvæntur húsbóndi í Reykjavík og prentari við Félagsprentsmiðju 1920, prentari við Prentsmiðju Njarðar á Ísafirði og fangavörður þar 1930.
Júlíus var prentari í Eyjum 1936-1938.
Hann átti barn með Kristínu Þóru 1923.
Þau Sigurbjörg giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Litla-Hvammi við Kirkjuveg 39B.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast við Vesturgötu 5.

I. Barnsmóðir Júlíusar var Kristín Þóra Kristjánsdóttir frá Ísafirði, f. 11. maí 1903, d. 27. júlí 1948.
Barn þeirra:
1. Kristján Samúel Júlíusson sjómaður, farmaður, húsasmiður, f. 14. nóvember 1923, d. 12. maí 2006. Kona hans Edda Ágústsdóttir og Elínar Fannýjar Friðriksdóttur.

II. Kona Júlíusar var Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1896, d. 24. september 1967.
Börn þeirra:
2. Sigurður Norðmann Júlíusson verkamaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1918 á Patreksfirði, d. 25. desember 1981.
3. Aðalheiður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja í Kanada, f. 9. apríl 1923 á Ísafirði, d. í maí 2000. Maður hennar Leivi Otto Hansen.
4. Soffía Eydís Júlíusdóttir iðnverkakona, síðast á Egilsstöðum, S.-Múl., f. 17. september 1925 á Ísafirði, d. 19. mars 1968.
5. Þórður Kristinn Júlíusson rafvirki í Kópavogi, f. 19. júlí 1928 á Ísafirði, d. 4. september 2016.
6. Gunnar Agnar Júlíusson símsmiður, yfirdeildarstjóri í Reykjavík, f. 28. júní 1936 á Ísafirði, d. 14. febrúar 2009. Kona hans Gyða Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.