Alda Eyjólfsdóttir (Laugardal)
Sigríður Alda Eyjólfsdóttir frá Laugardal, húsfreyja, kaupmaður fæddist 19. mars 1930 í Laugardal og lést 20. janúar 2010.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sigurðsson frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, formaður, smiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, drukknaði 31. desember 1957, og kona hans Nikólína Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund þar, húsfreyja, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.
Börn Nikólínu og Eyjólfs voru:
1. Jóhanna Laufey Eyjólfsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 3. október 1915 í Bræðraborg, d. 9. desember 1984.
2. Óskar Eyjólfsson skipstjóri, f. 10. janúar 1917 í Hraungerði, drukknaði 23. febrúar 1953.
3. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. 24. maí 1918 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
4. Guðmunda Alda Eyjólfsdóttir, f. 18. nóvember 1919 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
5. Guðmundur Sigurbjörn Eyjólfsson, f. 10. júní 1921, d. 9. september 1923.
6. Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1922 í Laugardal, d. 25. október 1994.
7. Ágústa Eyjólfsdóttir, f. 27. ágúst 1924 í Laugardal, d. 20. október 1942.
8. Ragnar Eyjólfsson sjómaður, skipstjóri, f. 7. mars 1928 í Laugardal, d. 6. september 2015.
9. Sigríður Alda Eyjólfsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. mars 1930 í Laugardal, d. 20. janúar 2010.
Fósturbarn hjónanna, dóttir Sigríðar dóttur þeirra og Péturs Þorbjörnssonar, er
10. Ágústa Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
Alda var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Kristinn giftu sig 1952, eignuðust Kristínu Ósk í lok ársins.
Kristinn fórst ásamt Óskari mági sínum í febrúar árið eftir.
Alda giftist Ragnari 1957 og þau eignuðust þrjú börn og Ragnar gekk Kristínu Ósk í föðurstað.
Hjónin stofnuðu og ráku Hressingarskálann í Viðey til Goss og Parísarbúðina í nokkur ár.
Við Gos 1973 fluttust þau til Hafnarfjarðar. Þar ráku þau söluturn við Hringbraut 14 og Ragnar stundaði auk þess málaraiðn.
I. Fyrri maður Öldu, (25. maí 1952), var Kristinn Jensen Aðalsteinsson sjómaður, f. 21. desember 1929, drukknaði 22. febrúar 1953.
Barn þeirra:
1. Kristín Ósk Kristinsdóttir, f. 14. desember 1952 í Laugardal. Maður hennar Vigfús J. Björgvinsson.
II. Síðari maður hennar, (24. mars 1957), var Ragnar Hafsteinn Hafliðason frá Viðey, málarameistari, kaupmaður, f. 12. nóvember 1928, d. 3. desember 2019.
Börn þeirra:
2. Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 14. desember 1952. Maður hennar er Arnar Hilmarsson verslunarstjóri í Hafnarfirði.
3. Ágústa Ragnarsdóttir húsfreyja, matráður á leikskóla, f. 7. desember 1960. Maður hennar er Jónas Hilmarsson starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði.
4. Óskar Hafliði Ragnarsson lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnun, f. 1. mars 1970. Fyrri kona hans var Áslaug Friðriksdóttir Ólafssonar. Sambýliskona hans er Sigríður Líney Lúðvíksdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 27. janúar 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.