Henný Dagný Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 10:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 10:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Henný Dagný Sigurjónsdóttir. '''Henný Dagný Sigurjónsdóttir''' húsfreyja fæddist 29. apríl 1922 í Keflavík og lést 26. janúar 2005 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.<br> Foreldrar hennar voru Sigurjón Pálsson sjómaður, vélgæslumaður, f. 12. ágúst 1896, d. 15. ágúst 1975, og kona hans Helga Finnsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 28. se...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Henný Dagný Sigurjónsdóttir.

Henný Dagný Sigurjónsdóttir húsfreyja fæddist 29. apríl 1922 í Keflavík og lést 26. janúar 2005 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Pálsson sjómaður, vélgæslumaður, f. 12. ágúst 1896, d. 15. ágúst 1975, og kona hans Helga Finnsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.

Börn Helgu og Sigurjóns:
1. Finnur Sigurfinnur Sigurjónsson, tvíburi, bókavörður á Seltjarnarnesi, f. 14. nóv. 1919 á Rafnseyri, d. 18. ágúst 1997. Hann var ókvæntur.
2. Sigurjón Helgi Sigurjónsson, tvíburi, f. 14. nóv. 1919 á Rafnseyri, d. 24. desember 1936.
3. Henný Dagný Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1922, d. 27. janúar 2005. Maður hennar var Einar Þorsteinsson rakarameistari, f. 19. ágúst 1921, d. 14. apríl 1978.
4. Ólöf Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1923 í Keflavík, d. 28. september 1994. Maður hennar var Helgi Eiríksson aðalbókari, f. 13. febrúar 1922 í Sandfelli í Öræfum, d. 13. nóvember 2009.
5. Pálína Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarforstjóri, f. 17. júní 1931 í Reykjavík. Maður hennar var Sigmundur Ragnar Helgason bankamaður, f. 7. desember 1927, d. 2. nóvember 2008.
6. Jóhanna Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja í New York, f. 31. maí 1935, d. 21. ágúst 2005. Maður hennar: Fróði Ellerup f. 17. febrúar á Seyðisfirði, vélfræðingur.
Fósturdóttir þeirra fyrstu fimm ár ævinnar, dóttir Ólafar Ingibjargar dóttur þeirra er
7. Sigrún Dúfa Helgadóttir, f. 25. október 1942.

Henný var með foreldrum sínum í Keflavík, fluttist tveggja ára með þeim til Eyja, bjó hjá þeim á Kirkjubæ. Þau fluttu til Reykjavíkur 1930.
Hún lærði sauma í Reykjavík.
Þau Einar giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja 1947, bjuggu í Kaupangi við Vestmannabraut 31, á Fífilgötu 3 og á Fjólugötu 13. Þau fluttu til Reykjavíkur 1973, bjuggu við Hraunteig 17.
Einar lést 1978 og Henný 2005.

I. Maður Hennýjar Dagnýjar, (2. nóvember 1947), var Einar Þorsteinsson hárskeri, f. 19. ágúst 1921, d. 14. apríl 1978.
Börn þeirra:
1. Páll Heimir Einarsson guðfræðingur, meðferðarfulltrúi, f. 13. febrúar 1957.
2. Arnfríður Einarsdóttir lögfræðingur, f. 1. apríl 1960. Maður hennar Brynjar Níelsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.