Ragnheiður Alfonsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. nóvember 2022 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. nóvember 2022 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ragnheiður Alfonsdóttir. '''Ragnheiður Alfonsdóttir''' úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, húsfreyja fæddist þar 25. febrúar 1950.<br> Foreldrar hennar voru Alfons Sigurðsson frá Eskifirði, verkamaður, f. 17. desember 1916, d. 1. febrúar 2007, og kona hans Ragna Jenný Magnúsdóttir frá Tröð í Fróðárhreppi, Snæf., húsfreyja, verkakona, f. 1. janúar 1924, d. 1. apríl 2002. Ragnheiður var með foreldr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Alfonsdóttir.

Ragnheiður Alfonsdóttir úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, húsfreyja fæddist þar 25. febrúar 1950.
Foreldrar hennar voru Alfons Sigurðsson frá Eskifirði, verkamaður, f. 17. desember 1916, d. 1. febrúar 2007, og kona hans Ragna Jenný Magnúsdóttir frá Tröð í Fróðárhreppi, Snæf., húsfreyja, verkakona, f. 1. janúar 1924, d. 1. apríl 2002.

Ragnheiður var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Kópavogs 1967, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1971.
Ragnheiður var hjúkrunarfræðingur á Lyflæknisdeild Landspítalans 1971-1972, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1972-1973, á lyfjadeild Landspítalans 1973, á Sjúkrahúsinu í Eyjum af og til 1975 og 1977 og frá 1984-1992 og 1993-1998, hjúkrunarfræðingur í Hraunbúðum 1998-2010.
Hún var gjaldkeri Vestmannaeyjadeildar Hjúkrunarfélags Íslands 1977, formaður 1984-1986, í stjórn 1987-1989, trúnaðarmaður Sjúkrahússins frá 1988-1992.
Þau Friðrik giftu sig 1992, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt á öðru ári þess. Þau búa í Hrauntúni.

Maður Ragnheiðar, (ágúst 1992), er Friðrik Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941.
Börn þeirra:
1. Ragna Jenný Friðriksdóttir, f. 8. nóvember 1973, d. 3. júní 1975.
2. Ragna Jenný Friðriksdóttir kennari í Hafnarfirði, f. 26. nóvember 1975 í Reykjavík. Maður hennar Garðar Sigþórsson.
3. Oddný Friðriksdóttir ökukennari, f. 24. janúar 1978. Fyrrum sambúðarmaður hennar Guðmundur Björnsson. Fyrrum maður hennar Jóhann Ingi Guðmundsson.
4. Benóný Friðriksson sjómaður, verkamaður, f. 25. apríl 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ragnheiður.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.