Aðalheiður Sæmundsdóttir (Heylæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 14:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 14:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Aðalheiður Sæmundsdóttir''' frá Heylæk í Fljótshlíð, kaupmaður, verslunarmaður, fiskverkakona fæddist 15. desember 1942.<br> Foreldrar hennar voru Sæmundur Úlfarsson bóndi, f. 27. ágúst 1905, d. 16. febrúar 1982, og Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1915, d. 24. júní 2007.<br> Föðursystkini Aðalheiðar í Eyjum:<br> 1. Guðjón Úlfarsson trésmiður, bóndi í Vatnsdal í Fljótshlíð, f. 24. maí 18...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Aðalheiður Sæmundsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð, kaupmaður, verslunarmaður, fiskverkakona fæddist 15. desember 1942.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Úlfarsson bóndi, f. 27. ágúst 1905, d. 16. febrúar 1982, og Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1915, d. 24. júní 2007.

Föðursystkini Aðalheiðar í Eyjum:
1. Guðjón Úlfarsson trésmiður, bóndi í Vatnsdal í Fljótshlíð, f. 24. maí 1891 í Fljótsdal, d. 13. maí 1960. Hann var kvæntur Þuríði Guðrúnu Vigfúsdóttur.
2. Ingibjörg Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 13. okt. 1893 í Fljótsdal, d. 14. jan. 1969. Maður hennar var Guðjón Kr. Þorgeirsson, verkamaður.
3. Ágúst Úlfarsson trésmiður, útgerðarmaður, f. 9. júní 1896 í Fljótsdal, d. 5. október 1979, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur frá Vilborgarstöðum, húsfreyju á Melstað, Faxastíg 8B.
4. Ingunn Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 6. jan. 1899 í Fljótsdal, d. 18. nóv. 1958. Hún var gift Sigurði Sigurðssyni, sjómanni og skipasmið í Vestmannaeyjum.
5. Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl húsfreyja, f. 7. sept. 1901 í Fljótsdal, d. 3. febrúar 1975.

Aðalheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var um skeið kaupmaður, síðar verslunarmaður og fiskverkakona.
Þau Ingvar giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Þorsteinn voru í sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu, Illugagötu og við Foldahraun.
Þorsteinn lést 2010. Aðalheiður býr á Hvolsvelli.

I. Maður Aðalheiðar, (skildu), var Eggert Ingvar Ingólfsson frá Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, vélvirkjameistari á Hvolsvelli, f. 15. maí 1940, d. 21. febrúar 2010. Foreldrar hans voru Ingólfur Ingvarsson bóndi, f. 12. september 1904 í Selshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 16. mars 1995, og kona hans Þorbjörg Eggertsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1919 í Dældarkoti í Helgafellssveit, Snæf., d. 15. júlí 2009.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Ingvarsdóttir heilsnuddfræðingur, starfsmaður í mötuneyti, f. 7. maí 1963. Sambúðarmaður hennar Olav Heimir Davidson.
2. Ingólfur Ingvarsson sjómaður, f. 20. júlí 1966. Kona hans Snjólaug Elín Árnadóttir.
3. Sæmundur Ingvarsson vélsmiður, f. 19. febrúar 1969. Kona hans Börg Egilsdóttir.

II. Sambúðarmaður Aðalheiðar var Þorsteinn Jónsson frá Laufási, skipasmiður, veitingamaður, f. 29. maí 1951, d. 9. apríl 2010.
Barn þeirra:
4. Anna Þorsteinsdóttir íslenskufræðingur, bankastarfsmaður, f. 19. desember 1983. Maður hennar Ragnar Örn Ragnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.