Jenný Jakobsdóttir (Nýlendu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. ágúst 2022 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2022 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jenný Jakobsdóttir''' húsfreyja fæddist 13. mars 1891 á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi og lést 12. desember 1970.<br> Foreldrar hennar voru Jakob Jónsson bóndi og söðlasmiður á Galtafelli í Hrunamannahreppi, f. 22. júní 1866, d. 27. nóvember 1943, og Guðrún Stefánsdóttir Höskuldssonar yngismær á Ásólfsstöðum, f. 9. febrúar 1874, d. 30. október 1956.<br> Fósturforeldrar hennar voru móðurmóðir hennar Helga Jónsdóttir húsfreyja á Ásó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jenný Jakobsdóttir húsfreyja fæddist 13. mars 1891 á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi og lést 12. desember 1970.
Foreldrar hennar voru Jakob Jónsson bóndi og söðlasmiður á Galtafelli í Hrunamannahreppi, f. 22. júní 1866, d. 27. nóvember 1943, og Guðrún Stefánsdóttir Höskuldssonar yngismær á Ásólfsstöðum, f. 9. febrúar 1874, d. 30. október 1956.
Fósturforeldrar hennar voru móðurmóðir hennar Helga Jónsdóttir húsfreyja á Ásólfsstöðum, f. 8. maí 1848 í Sigluvíkursókn í V.-Landeyjum, d. 13. janúar 1929 og síðari maður hennar Stefán Eiríksson bóndi, f. 24. nóvember 1855 í Torfastaðasókn, Árn., d. 22. apríl 1932.

Jenný ólst upp hjá Helgu ömmu sinni á Ásólfsstöðum, var þar 1901 og 1910.
Hún flutti til Eyja 1919, giftist Jóni 1920. Þau eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dalbæ 1920 og enn 1924, en voru komin að Nýlendu 1927 og bjuggu þar síðan.
Jenný lést 1970 og Jón 1977.

I. Maður Jennýjar, (11. desember 1920), var Jón Sveinsson frá Grjótá í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. þar 14. nóvember 1891, d. 2. maí 1977.
Barn þeirra:
1. Freyja Stefanía Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1924 í Dalbæ.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.