Jón Sveinsson (Nýlendu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sveinsson á Nýlendu við Vestmannabraut 42, sjómaður, verkamaður fæddist 14. nóvember 1891 að Grjótá í Fljótshlíð og lést 2. maí 1977.
Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson bóndi, f. 3. maí 1855, d. 17. maí 1893 og Arnbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1858, d. 2. júlí 1935.

Jón var skamma stund með foreldrum sínum. Faðir hans lést, er Jón var á öðru ári sínu. Hann var þó með móður sinni, vinnukonunni í Bollakoti í Fljótshlíð, skráður niðursetningur þar 1901. Hann kom að Kollabæ í Fljótshlíð frá Butraldastöðum 1910.
Jón flutti til Eyja 1920.
Þau Jenný giftu sig 1920 í Eyjum, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dalbæ 1920 og enn 1924, en voru komin að Nýlendu 1927 og bjuggu þar síðan.
Jenný lést 1970 og Jón 1977.

Kona Jóns, (11. desember 1920), var Jenný Jakobsdóttir frá Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi, húsfreyja, f. þar 13. mars 1891, d. 12. desember 1970.
Barn þeirra:
1. Freyja Stefanía Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1924 í Dalbæ.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.