Einar Friðrik Kristinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Friðrik Kristinsson (Látrum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Einar Friðrik Kristinsson.

Einar Friðrik Kristinsson frá Urðavegi 41, verslunarmaður, heildsali fæddist þar 21. ágúst 1941 og lést 21. september 2017 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Kristinn Friðriksson frá Látrum við Vestmannabraut 44, útgerðarmaður, verslunarmaður, f. 2. júlí 1911, d. 1. apríl 1984, og kona hans Anna Einarsdóttir frá London, húsfreyja, f. 20. desember 1913, d. 4. desember 1979.

Börn Önnu og Kristins:
1. Erna Kristinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 22. mars 1935 í Litla-Hvammi, d. 2. desember 1999. Maður hennar var Guðlaugur Helgason.
2. Einar Friðrik Kristinsson verslunarmaður, heildsali, f. 21. ágúst 1941, d. 21. september 2017. Kona hans var Ólöf Októsdóttir.
3. Sigríður Kristinsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. nóvember 1948. Maður hennar, (skildu), var Hilmar Ragnarsson. Sambýlismaður hennar er Kristinn Sigurðsson.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur.
Hann stundaði nám við Laugarnesskóla og síðar Verslunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1959.
Einar vann skrifstofustörf hjá Klæðskeraverslun Andrésar Andréssonar til 1964, en þá keypti hann og Kristinn faðir hans heildverslunina Daníel Ólafsson ehf. og nefndu Danól hf. Árið 2002 keypti Einar Ölgerð Egils Skallagrímssonar og sat í stjórn hennar til 2017.
Einar var mikill sundmaður og æfði með Glímufélaginu Ármanni.
Hann var virkur í Lionsklúbbi Garðabæjar og Frímúrarareglunni.
Þau Ólöf giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn.

Kona Einars, (2. september 1961), er Ólöf Októsdóttir húsfreyja, röntgentæknir, f. 31. október 1940. Foreldrar hennar voru Októ Þorgrímsson frá Reykjavík, verslunarmaður, f. 31. október 1915, d. 23. nóvember 1958, og kona hans Guðrún Guðbrandsdóttir frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum, húsfreyja, f. 24. febrúar 1907, d. 12. október 1985.
Börn þeirra:
1. Októ Einarsson stjórnarformaður Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, f. 7. nóvember 1962. Kona hans Bryndís Anna Rail, látin.
2. Erla Einarsdóttir viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri Arctic Trading, f. 4. nóvember 1965. Maður hennar Guðbjartur Jónsson.
3. Anna Einarsdóttir doktor í félagsfræði, kennari við háskólann í York á Englandi, f. 26. júlí 1971.
4. Einar Örn Einarsson hagfræðingur, rekur veitingastaðinn Zocalo í Svíþjóð, f. 17. ágúst 1977. Kona hans Margrét Rós Sigurjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.