Svava Björnsdóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2022 kl. 11:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2022 kl. 11:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Svava Björnsdóttir frá Haga (Austurhaga) í Aðaldal í S.-Þing., húsfreyja, saumakona á Fögruvöllum fæddist 29. nóvember 1904 og lést 14. febrúar 1973.
Foreldrar hennar voru Björn Sigurgeirsson bóndi, f. 14. janúar 1872, d. 25. ágúst 1913, og kona hans Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1973, d. 6. febrúar 1919.

Svava var með foreldrum sínum í Austurhaga 1910, en faðir hennar lést er hún var á níunda árinu. Hún var með móður sinni í Austurhaga 1913. Móðir hennar lést, er Svava var 15 ára.
Hún fór frá Hólmavaði til Húsvíkur 1922, fór frá Formannshúsi á Húsavík að Haga í Aðaldal 1923, var 26 ára vinnukona í Stóra-Dal u. V.-Eyjafjöllum 1930.
Þau Guðni giftu sig í Eyjum 1934, bjuggu á Fögruvöllum 1935 og síðan. Þau eignuðust þrjú börn.
Svava lést 1973.
Guðni flutti að Stóra-Dal. Hann lést 1996.

I. Maður Svövu, (23. desember 1934), var Guðni Kristófersson frá Stóra-Dal u. V.-Eyjjafjöllum, verkamaður, smiður, f. 4. nóvember 1903, d. 5. maí 1996.
Börn þeirra:
1. Börgvin Hilmar Guðnason bifreiðastjóri, f. 11. nóvember 1935 á Fögruvöllum.
2. Nína Kristín Guðnadóttir, f. 21. apríl 1944 á Fögruvöllum.
3. Kristinn Vignir Guðnason, f. 30. júlí 1946 á Fögruvöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.