Guðmundur G. Vestmann

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. mars 2022 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. mars 2022 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Guðmundsson Vestmann''' sjómaður, síðar bátsformaður á Fáskrúðsfirði fæddist 3. febrúar 1886 í Reykjavík að föður sínum látnum og lést 3. júní 1982.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson, f. 1849, d. 8. júlí 1885, og kona hans Málfríður Einarsdóttir ekkja hans, f. 13. júlí 1855. Guðmundur flutti til Eyja úr Reykjavík 1904, giftist Þórunni 1906 og eignaðist Ólaf með henni á Strönd á því ári, og var húsma...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Guðmundsson Vestmann sjómaður, síðar bátsformaður á Fáskrúðsfirði fæddist 3. febrúar 1886 í Reykjavík að föður sínum látnum og lést 3. júní 1982.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson, f. 1849, d. 8. júlí 1885, og kona hans Málfríður Einarsdóttir ekkja hans, f. 13. júlí 1855.

Guðmundur flutti til Eyja úr Reykjavík 1904, giftist Þórunni 1906 og eignaðist Ólaf með henni á Strönd á því ári, og var húsmaður með Þórunni og Ólafi í Steinholti 1907, í Grafarholti 1908 og 1909 með henni og börnunum Ólafi og Ottó. Þau skildu.
Ólafur var í fóstri í Háagarði 1910. Guðmundur var þá leigjandi sjómaður í Vinaminni.
Guðmundur flutti til Fáskrúðsfjarðar 1915, var kvæntur Pálínu 1915 og hjá þeim á Sunnuhvoli þar var Ottó sonur hans 1920 og Guðmundur sonur Ottós 1939.
Þau bjuggu síðar á Melbrún í Fáskrúðsfirði.
Guðmundur var bátsformaður á Fáskrúðsfirði.
Þau Pálína létust bæði 1982.

I. Kona Guðmundar, (1906, skildu), var Þórunn Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 14. janúar 1889 í Jónshúsi, d. 22. nóvember 1948.
Börn þeirra:
1. Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd, d. 15. apríl 1970.
2. Ottó Guðmundsson Vestmann sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. 10. október 1908 í London, d. 16. júní 1991. Kona hans Valborg Hólmfríður Tryggvadóttir húsfreyja, fiskverkakona.

II. Kona hans (11. maí 1915), var Pálína Sigurbjörg Þórarinsdóttir, f. 25. október 1892, d. 12. júní 1982. Foreldrar hennar voru Þórarinn Marteinsson bóndi á Melbrún í Kolfreyjustaðasókn, f. 6. janúar 1858 á Högnastöðum í Hólmasókn, d. 14. júní 1915, og kona hans Karólíona Jónsdóttir, f. 14. janúar 1860 í Fossárdal í Berufirði, d. 9. ágúst 1960.
Sonur Guðmundar og fóstursonur Pálínu:
1. Ottó Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd, d. 16. júní 1991. Kona hans Valborg Hólmfríður Tryggvadóttir húsfreyja, fiskverkakona.
Fóstursonur, sonur Ottós og Valborgar:
2. Guðmundur Vestmann Ottósson skipstjóri, f. 6. október 1935, d. 28. júlí 2019. Fyrrum konur hans Jóhanna Ríkey Guðmundsdóttir og Anna Júlía Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.