Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir
Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir frá Bakka í Bakkafirði, N-Múl., húsfreyja, verkakona fæddist 9. janúar 1922 og lést 9. júní 1990 af slysförum.
Foreldrar hennar voru Einar Ásmundur Höjgaard bóndi, f. 20. maí 1900, d. 1. ágúst 1966, og fyrri kona hans Ólöf Stefanía Davíðsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1902, d. 2. febrúar 1945.
Gunnlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf, m.a. við beitningu.
Þau Þórarinn giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn og fóstruðu tvær yngstu systur Gunnlaugar og síðar tvö börn Ólafar Járnbrár dóttur þeirra. Þau bjuggu í fyrstu í Ási við Kirkjuveg 49, síðar í Háaskála við Brekastíg 11b og Antonshúsi við Brekastíg 32. Í Reykjavík bjuggu þau í Asparfelli 6.
Gunnlaug lést 1990 og Þórarinn 1999.
I. Maður Gunnlaugar, (31. desember 1942), var Þórarinn Magnússon frá Neðridal í Mýrdal, sjómaður, kennari, skólastjóri, húsvörður, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999.
1. Ólöf Járnbrá Þórarinsdóttir verkakona, f. 8. október 1951, d. 5. maí 1984. Fyrrum maður hennar Reynir Santos.
2. Sigurður Gísli Þórarinsson framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1953. Kona hans Kristbjörg U. Grettisdóttir Jóhannessonar.
3. Ásmundur Jón Þórarinsson rafvirki, f. 17. ágúst 1959. Kona hans Birna Ólafía Jónsdóttir.
Fósturbörn, yngstu systur Gunnlaugar:
4. Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard, f. 30. janúar 1936.
5. Svava Einarsdóttir Höjgaard, f. 3. apríl 1937, d. 19. desember 2021.
Fósturbörn, börn Ólafar Járnbrár dóttur þeirra:
6. Rósalind Reynisdóttir, f. 22. janúar 1971.
7. Emil Þór Reynisson, f. 24. febrúar 1972.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.