Jónína Þorsteinsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Þorsteinsdóttir frá Dölum, síðar húsfreyja í Utah fæddist 26. nóvember 1885 og lést 16. mars 1955.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Pétursson smiður í Dölum, f. 17. júní 1850 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 22. júní 1939 í Utah, og síðari kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1865 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 23. mars 1934 í Utah.

Barn Þorsteins og Ástrósar fyrri konu hans var
1. Ástrós Þorsteinsdóttir, f. 4. ágúst 1884, d. 1911. Hún fór til Utah með föður sínum og stjúpu 1887, nefndist Mrs. William C. Boyd.
Börn Þorsteins og Sigríðar síðari konu hans:
2. Jónína Þorsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1885, d. 16. mars 1955.
3. Dómhildur Þorsteinsdóttir, f. 2. júní 1887. Hún lést í New York á leiðinni til Utah.
4. og 5. Tvö börn fædd í Utah.

Jónína var með foreldrum sínum í Dölum og fluttist með þeim til Utah 1887.
Þau bjuggu í fyrstu í Springville í Utah-héraði í Utah, en fluttust til Spanish Fork.
Jónína giftist Dell Fullmer 1903 og eignaðist með honum 13 börn.
Hún ritaði bók, þar sem hún sagði sögu íslenskrar stúlku, sem gengur veg sinn í nýju Zion (New Zion).
Hún lést 1955.

Maður Jónínu, (1903), var Dell Fullmer.
Þau eignuðust 13 börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.