Sigríður Dóra Ingibergsdóttir (Geirlandi)
Sigríður Dóra Ingibergsdóttir frá Geirlandi, öryrki fæddist þar 24. apríl 1936 ogt lést 15. júlí 1987.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Guðmundur Friðriksson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri, hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða, d. 2. janúar 1964, og kona hans Alfífa Ágústa Jónsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík, húsfreyja, f. 9. ágúst 1907, d. 27. október 1997.
Börn Ágústu og Ingibergs:
1. Ása Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir öryrki, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.
Sigríður Dóra var með foreldrum sínum, á Geirlandi, í Vegg og á Brimhólabraut.
Hún fékk heilabólgu á fyrsta ári sínu og var öryrki eftir það.
Hún lést 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ása.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.