Gísli Óskarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. desember 2020 kl. 18:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. desember 2020 kl. 18:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Jóhannes Óskarsson.

Gísli Jóhannes Óskarsson kennari, fréttamaður fæddist 18. desember 1949 á Faxastíg 2.
Foreldrar hans voru Óskar Magnús Gíslason frá Arnarhóli, skipstjóri, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 7. maí 1915, d. 28. febrúar 1991, og kona hans Kristín Jónína Þorsteinsdóttir frá Fagradal, húsfreyja, f. 7. maí 1908, d. 7. febrúar 1999.

Börn Kristínar Jónínu og Óskars.
1. Þorsteinn Óskarsson, f. 10. ágúst 1947 í Fagradal, d. 16. ágúst 1947.
2. Dr. Þorsteinn Kristinn Óskarsson eðlisfræðingur, sérfræðingur, f. 2. janúar 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Margrét Brynjólfsdóttir.
3. Gísli Jóhannes Óskarsson kennari, fréttamaður, f. 18. desember 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Gíslína Magnúsdóttir.
4. Anna Solveig Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 21. desember 1950 á Faxastíg 2. Maður hennar Halldór G. Axelsson.
5. Snorri Óskarsson forstöðumaður, kennari, f. 26. febrúar 1952 á Faxastíg 2. Kona hans Hrefna Brynja Gísladóttir.
6. Kristinn Magnús Óskarsson kennari í Kanada, f. 23. september 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Laura Withers.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1965, kennaraprófi 1970, varð stúdent í Kennaraskóla Íslands 1971.
Gísli nam eðlisfræði, líffræði og dönsku í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1973-1974.
Gísli var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1971-1975, í Iðnskólanum, Vélskólanum og Stýrimannaskólanum 1976-1982, Gagnfræðaskólanum frá 1983, var stundakennari í Barnaskólanum 1977-1978.
Gísli vann við skipulagningu og framkvæmd uppgræðslu í Eyjum eftir Gosið frá 1976. Þá hefur hann unnið við trúboð hjá Hvítasunnuhreyfingunni á Íslandi, unnið við löggæslustörf 1982 og 1983.
Á síðari árum hefur Gísli fengist mikið við kvikmyndagerð og samið námsefni í líffræði og eðlisfræði. Hann hefur sökkt sér í biblíurannsóknir og lært til þess grísku.
Rit:
1. Tillaga að uppgræðslu Heimaeyjar, 1976.
2. Greinar í Aftureldingu, blaði Hvítasunnusafnaðarins.

I. Kona Gísla, (7. október 1977), er Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Óskar Magnús Gíslason starfsmaður Bókasafnsins í Eyjum, f. 18. september 1979. Hann er ókvæntur.
2. Kristín Gísladóttir sjúkraliði, þroskaþjálfi í Reykjavík, f. 25. mars 1982. Maður hennar Trausti Hafliðason.
Fósturbarn Gísla, barn Gíslínu konu hans,
3. Magnús Páll Sigurjónsson lögregluþjónn á Selfossi, f. 6. nóvember 1973. Kona hans Elísabet Agnes Sverrisdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gísli.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.