Guðrún Eiríksdóttir (Hvoli)
Guðrún Eiríksdóttir á Hvoli við Heimagötu 12, vinnukona í Hlíð og Lambafelli u. Eyjafjöllum og víðar fæddist 25. júlí 1877 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést 14. júlí 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Gunnarsson, síðar bóndi í Berjanesi og á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 21. janúar 1853, d. 13. janúar 1917, og Þórunn Ólafsdóttir, þá vinnukona í Berjanesi, f. 20. september 1844 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 21. maí 1884.
Guðrún var vinnuhjú á Lambafelli u. Eyjafjöllum 1910 og þar var Björgvin sonur hennar tökubarn, vinnustúlka á Lambafelli 1920 með Björgvin hjá sér.
Hún fór til Eyja 1928, dvaldi hjá Björgvini og Gunnhildi á Hvoli.
Hún lést 1963.
I. Barnsfaðir hennar var Páll Pálsson bóndi í Hlíð u. Eyjafjöllum, f. 9. júní 1867 í Ásgarði í Landbroti, V.-Skaft., d. 31. október 1912. Foreldrar hans voru Páll Pálsson frá Prestbakka á Síðu, smiður, bóndi, f. þar 1. ágúst 1824, d. 28. febrúar 1895 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, og barnsmóðir hans Ingibjörg Ingimundardóttir frá Feðgum (Staðarholti) í Meðallandi, vinnukona víða, ráðskona, f. 29. apríl 1842, d. 6. febrúar 1885.
Barn þeirra:
1. Björgvin Pálsson verkamaður, verkstjóri á Hvoli við Heimagötu 12, f. 3. júlí 1906 á Lambafelli, d. 19. maí 1997. Kona hans Gunnhildur Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.