Ritverk Árna Árnasonar/Oddur Sigurðsson (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 20:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 20:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Oddur Sigurðsson.

Kynning.

Oddur Sigurðsson skipstjóri í Dal fæddist 25. maí 1911 og lést 19. nóvember 1979.
Foreldrar hans voru Sigurður Pétur Oddsson útvegsmaður og formaður í Skuld, f. 28. mars 1880 að Krossi í Landeyjum, d. 11. maí 1945 og kona hans Ingunn Jónasdóttir húsfreyja í Skuld, f. 23. nóvember 1883 að Helluvaði á Rangárvöllum, d. 28. apríl 1960.

Kona Odds skipstjóra var Magnea Lovísa Magnúsdóttir, f. 12. ágúst1914, d. 22. júní 1991.
Börn Odds og Magneu:
Magnús, f. 14. október 1934.
Sigurður Pétur, f. 18. maí 1936, d. 14. ágúst 1968.
Valur, f. 27. júlí 1942.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Oddur er meðalmaður að hæð en þrekinn og sterklega vaxinn, dökkhærður og breiðleitur, hýr á svip og viðfelldinn, en fremur daufur í daglegri framkomu eða um of til baka og óframfærinn. Annars er hann skemmtilegur í sínum hóp og þykir góður félagi.
Hann hefir verið nokkuð til lunda, snarpur við veiðar og í öllum hreyfingum, sterkur vel eins og hann á kyn til. Ekki verður hann til meistaraflokks veiðimanna talinn, en er þó sleipur að veiða, en skortir æfingu, sem marga fleiri.
Lífsstarf Odds er sjómennska, formaður góður, sækinn, fiskinn og harðduglegur maður og eftirsóttur formaður.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Oddur Sigurðsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.