Einar Haukur Eiríksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2020 kl. 20:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2020 kl. 20:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Haukur Eiríksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Einar Haukur Eiríksson.

Einar Haukur Eiríksson frá Ísafirði, kennari, skattstjóri, bæjarfulltrúi, bæjarritari fæddist 8. desember 1923 í Neðstakaupstað þar og lést 10. maí 2010 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Eiríkur Brynjólfur Finnsson verslunarmaður, verkstjóri, fiskimatsmaður af Hraunsætt á Ingjaldssandi, f. 10. nóvember 1875, d. 9. nóvember 1956 og Kristín Sigurlína Einarsdóttir húsfreyja af Arnardalsætt, f. 29. ágúst 1888, d. 18. maí 1968.

Einar nam í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1937-1940, varð gagnfræðingur utan skóla í Menntaskólanum á Akureyri 1940, stúdent þar 1944, las íslensk fræði, dönsku og forspjallsvísindi í Háskóla Íslands 1947-1948, próf í forspjallsvísindum 1948. Hann sat námskeið í Askov 1951.
Einar var kennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði 1944-1945 og var stundakennari við iðnskólann þar.
Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Eyjum 1945-1960, var bæjarritari þar 1960-1963, skattstjóri þar 1963-1977, prófdómari við gagnfræðaskólann og stýrimannaskólann þar í mörg ár, sat í fræðsluráði 1961-1977, í bæjarstjórn 1974-1977, forseti bæjarstjórnar 1975-1977.
Einar sat í stjórn Sjálfstæðisflokks Vestmannaeyja um árabil, var formaður Barnaverndarfélags Vestmannaeyja um skeið frá 1951, forseti Rotaryklúbbs Vestmannaeyja 1965-1966, ritstjóri Fylkis 1957-1960, Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1978.
Einar Haukur fluttist í Kópavog 1978, varð starfsmaður Skattstofu Reykjavíkur frá 1981 til starfsloka.
Þau Guðrún giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hofi framan af, byggðu hús við Fjólugötu 5 og bjuggu þar, uns þau fluttu úr Eyjum. Þau bjuggu að Reynigrund 3 í Kópavogi, en á Hraunvangi 3 í Hafnarfirði frá 2006.
Þau dvöldu að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Einar lést 2010 á Hrafnistu. Guðrún lést þar 2011.

I. Kona Einars, (6. október 1948), var Guðrún Þorláksdóttir frá Hofi, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920, d. 13. október 2011.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Þór Einarsson bókasafnsfræðingur, skjalastjóri hjá Siglingastofnun, f. 5. febrúar 1950. Kona hans Anna Gísladóttir.
2. Óskar Sigurður Einarsson kennari, skólastjóri Fossvogsskóla, f. 13. desember 1951. Kona hans Kristrún Hjaltadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 19. maí 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.