Hrafn Pálsson (Herðubreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2021 kl. 20:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2021 kl. 20:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hrafn Pálsson.

Hrafn Pálsson sjómaður, stýrimaður, verkamaður fæddist 10. mars 1935 í Þingholti og lést 22. maí 1986.
Foreldrar hans voru Páll Þorbjörnsson skipstjóri, kaupfélagsstjóri, alþingismaður, forstjóri, kaupmaður, f. 7. október 1906, d. 20. febrúar 1975, og kona hans Bjarnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1919, d. 10. ágúst 1976.

Börn Bjarnheiðar og Páls:
1. Guðrún Pálsdóttir sjúkraliði, f. 23. september 1933 á Brekku, d. 25. ágúst 2013. Maður hennar Þröstur Sigtryggsson, látinn.
2. Hrafn Pálsson sjómaður stýrimaður, f. 10. mars 1935 í Þingholti, d. 22. maí 1986. Barnsmóðir hans Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir. Kona hans Johanna Nielsen. Sambúðarkona hans Dóra María Aradóttir.
3. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði, f. 20. júlí 1937 á Herðubreið. Fyrrum maður hennar Sturla Friðrik Þorgeirsson.
4. Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 29. september 1938 á Herðubreið, d. 20. apríl 2009. Maður hennar Georg Stanley Aðalsteinsson, látinn.
5. Þorbjörn Þórðarson Pálsson framkvæmdastjóri, löggiltur fasteignasali, f. 3. maí 1951. Kona hans Ester Jóhanna Antonsdóttir.

Hrafn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1957.
Hrafn var sjómaður, á togurum, fiskibátum, varðskipum og var verkamaður í landi. Hann vann stöku sinnum í Eyjum, en bjó lengst í Reykjavík.
Hann eignaðist barn með Fanneyju Sigurbjörgu 1955.
Þau Jonna giftu sig 1941, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Síðustu árin bjó hann með Dóru Maríu.
Hrafn lést 1986.

I. Barnsmóðir Hrafns er Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 14. júlí 1931 á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði.
Barn þeirra:
1. Sigrún Hrafnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 20. september 1955. Maður hennar Einar Matthías Þórarinsson.

II. Kona Hrafns, (5. júlí 1941, skildu), Jonna Nielsen, danskrar ættar, f. 5. júlí 1941.
Börn þeirra:
2. Jóhanna Hrönn Hrafnsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 19. október 1961.
3. Guðmundur Berg Hrafnsson sjómaður í Færeyjum, f. 19. ágúst 1963, d. 28. september 2010.

III. Sambúðarkona Hrafns er Dóra María Aradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.