Rafn Júlíus Símonarson
Rafn Júlíus Símonarson frá Norðfirði, sjómaður og útgerðarmaður, síðar verslunarmaður á Litlu-Löndum í Eyjum, fæddist 1. júlí 1866 og lést 9. júlí 1933.
Faðir hans var Símon bóndi á Minni-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði og víðar, f. 1817 í Axlarhaga þar, d. 1876, Jónsson bónda í Axlarhaga, síðar á Minni-Ökrum, f. 1787, d. 21. júlí 1843, (Bjarnasonar), - almennt talinn sonur Þorláks Símonarsonar „ríka“ bónda og hreppstjóra í Flatatungu og á Stóru-Ökrum, f. 1743, d. 6. ágúst 1833.
Móðir Jóns og barnsmóðir Þorláks „ríka“ hreppstjóra var Sæunn vinnukona, f. 1748, Einarsdóttir bónda í Digurstungu í Hörgárdal í Eyjafirði, f. 1709, d. 27. maí 1790, Jónssonar, og konu Einars í Digurstungu, Bergljótar húsfreyju, f. 1714, Sigfúsdóttur.
Móðir Símonar á Minni-Ökrum og kona Jóns í Axlarhaga var Kristín húsfreyja, f. 1784, d. 1836, Jónsdóttir bónda og hreppstjóra á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, f. 1758, d. 1823, Helgasonar, og fyrri konu Jóns, Sigríðar húsfreyju, f. um 1748, Halldórsdóttur.
Móðir Rafns Júlíusar og kona Símonar var Arnfríður húsfreyja, f. 29. ágúst 1827, d. 1900, Rafnsdóttir „eldri“ bónda á Breið í Tungusveit í Skagafirði, f. 1793, d. 5. júní 1856, Þórðarsonar bónda í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit, f. 1765, Jónssonar, og konu Þórðar, Arnfríðar húsfreyju, f. 1749, d. 1814, Rafnsdóttur, Rafnssonar, Bjarnasonar „gamla“ bónda á Skjaldarstöðum í Öxnadal.
Móðir Arnfríðar og kona Rafns á Breið var Katrín húsfreyja, f. 1798, d. 1876, Henriksdóttir bónda á Tunguhálsi, f. 1770, d. 4. ágúst 1836, Gunnlaugssonar, og síðari konu Henriks, Solveigar húsfreyju, f. 1772, d. 5. janúar 1843, Magnúsdóttur.
Rafn Júlíus var sjómaður víða, útgerðarmaður í Neskaupstað. Fluttist til Eyja 1923 og stundaði þar afgreiðslustörf um skeið.
I. Kona Rafns Júlíusar Símonarsonar, (1894), var Guðrún Gísladóttir húsfreyja og saumakona í Vindheimi í Norðfirði 1901, f. 27. júní 1872, d. 5. janúar 1912.
Faðir hennar var Gísli sjómaður í Reykjavík, f. 1837, d. 29. mars 1902, Þorsteinsson bónda í Mýrarkoti í Grímsnesi 1845, f. 1798, d. 6. ágúst 1872, Gíslasonar bónda á Stóru-Borg í Grímsnesi, f. 1747, d. 1802, Ólafssonar, og konu Gísla Ólafssonar, Þórnýjar húsfreyju, f. 1745, d. 14. janúar 1854, Þorsteinsdóttur.
Móðir Gísla sjómanns og kona Þorsteins í Mýrarkoti var Guðrún húsfreyja, f. 1801, d. 27. janúar 1856, Erlendsdóttir bónda á Miðengi í Grímsnesi 1816, f. 1773 þar, Þorgilssonar og konu Erlendar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1773 á Búrfelli í Grímsnesi, d. 1843, Jónsdóttur.
Kona, (skildu), Gísla sjómanns og móðir Guðrúnar Gísladóttur var Sigríður húsfreyja, f. 1836, d. 3. febrúar 1922, Jónsdóttir bónda í Brattholti, f. 1800, Ásbjörnssonar bónda í Starkaðarhúsum í Stokkseyrarsókn 1801, f. 1769, d. 29. október 1811, Bjarnasonar, og konu Ásbjarnar, Sigríðar húsfreyju í Starkaðarhúsum 1801, f. 1776, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar í Starkaðarhúsum og kona Jóns var Guðfinna húsfreyja í Brattholti 1845, f. 1801 á Efri-Vallarhjáleigu í Flóa, Egilsdóttir bónda á Syðri-Velli í Flóa 1818, Þórðarsonar, og konu Egils á Syðri-Velli, Guðríðar húsfreyju, f. 1774 á Syðri-Velli, Sveinsdóttur.
Börn Rafns Júlíusar og Guðrúnar Gísladóttur í Eyjum voru:
1. Arnfríður Ágústa Rafnsdóttir, f. 7. ágúst 1897, d. 3. febrúar 1940. Var sjúklingur á Vífilsstöðum.
2. Jón Rafnsson verkalýðsleiðtogi, f. 6. mars 1899, d. 28. febrúar 1980.
3. Helga Rafnsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1900, d. 3. maí 1997, kona Ísleifs Högnasonar kaupfélagsstjóra og alþingismanns, f. 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967.
4. Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1910, d. 25. október 2004, fyrri kona Þórarins Bernótussonar í Stakkagerði.
Önnur börn þeirra Guðrúnar Gísladóttur 1901 voru:
5. Sigríður Ingibjörg Rafnsdóttir, f. 6. október 1894, d. 19. febrúar 1936, búsett í Reykjavík.
6. Gísli Rafnsson, f. 20. mars 1896, d. 11. mars 1926.
II. Kona Rafns Júlíusar í Eyjum var
Guðbjörg Bessadóttir f. 27. nóvember 1871, d. 26. desember 1939.
Þau Guðbjörg fluttust til Eyja 1924.
Sonur hennar í Eyjum var Sigmar Axel Jónsson vélstjóri á Landagötu 15 B, (Litlu-Löndum), f. 14. maí 1906, d. 24. júlí 1985.
III. Barn Rafns Júlíusar og Elínar Andrésdóttur vinnukonu, f. 21. október 1853:
7. Jón „eldri“ Rafnsson bóndi á Hvalnesi, síðar sjómaður og verkamaður í Neskaupstað, f. 4. júlí 1885, d. 17. janúar 1972.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.