Helga Þorkelsdóttir (Sandprýði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. maí 2020 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. maí 2020 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Helga Þorkelsdóttir''' frá Sandprýði, húsfreyja fæddist þar 11. nóvember 1913 og lést 22. september 1980.<br> Foreldrar hennar voru Þorkell Þórðarson (Sandprý...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Þorkelsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja fæddist þar 11. nóvember 1913 og lést 22. september 1980.
Foreldrar hennar voru Þorkell Þórðarson frá Ormskoti í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. 7. desember 1872, d. 14. júlí 1945, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 3. júlí 1884, d. 10. desember 1951.

Börn Guðbjargar og Þorkels:
1. Georg Þorkelsson skipstjóri, f. 4. ágúst 1906 á Gjábakka, d. 28. desember 1983.
2. Guðjón Þorkelsson skipstjóri, f. 12. september 1907 í Sandprýði, d. 8. desember 1982.
3. Þuríður Þorkelsdóttir ræstitæknir, forstöðumaður, f. 14. nóvember 1910 í Sandprýði, d. 3. ágúst 1981.
4. Helga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1913 í Sandprýði, síðast í Grindavík, d. 22. september 1980.
5. Húnbogi Þorkelsson vélvirkjameistari, f. 7. janúar 1916 í Sandprýði, d. 9. apríl 2002.
6. Bernódus Þorkelsson skipstjóri, f. 3. júní 1920 í Sandprýði, d. 11. febrúar 1957.
7. Aðalbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 5. mars 1924 í Sandprýði, d. 16. september 2010.
Fósturbarn Guðbjargar og Þorkels var
8. Helga Árnadóttir Bachmann húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999, en hún var dóttir Þuríðar dóttur þeirra.

Helga var með foreldrum sínum í æsku.
Hún bjó með Antoni í Framnesi 1934 með barnið Pétur.
Þau bjuggu að Steindyrum í Ólafsfirði 1935, Skipholti þar 1936 og 1937, Brekkugötu 11 þar 1942-1945.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu við Miklubraut 76 við andlát Antons 1958.
Helga bjó síðast í Staðarvör 8 í Grindavík. Hún lést 1980.

I. Maður Helgu, (9. nóvember 1935 á Ólafsfirði), var Anton Friðriksson sjómaður, f. 9. nóvember 1914, d. 7. júlí 1958. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson, f. 6. janúar 1883, d. 29. ágúst 1974 og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1892, d. 8. júní 1957.
Fósturforeldrar Antons voru Árni Júlíus Björnsson útgerðarmaður, f. 8. júlí 1876 og Lísbet Friðriksdóttir, f. 22. júlí 1862, d. 24. júlí 1940.
Barn þeirra:
1. Pétur Ragnar Antonsson, f. 26. ágúst 1934 í Sandprýði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.