Elín Vilhjálmsdóttir (Sæbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Elín Vilhjálmsdóttir''' frá Sæbergi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 28. júlí 1924 í Reykholti og lést 29. ágúst 1998 á St. Jósefsspít...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Vilhjálmsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 28. júlí 1924 í Reykholti og lést 29. ágúst 1998 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Guðmundsson, verkamaður, útvegsbóndi, f. 24. janúar 1896 í Heiðarseli á Síðu, V-Skaft., d. 27. september 1961, og kona hans Margrét Einarsdóttir húsfreyja, 19. mars 1897 á Strönd í Meðallandi, V-Skaft., d. 12. júlí 1979.

Systir Elínar var
1. Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922, d. 16. september 2015.

Elín var með foreldrum sínum á Sæbergi, lauk framhaldsdeildarprófi frá Gagnfræðaskólanum 1941, var á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði, vann síðan skrifstofustörf.
Hún giftist Þórarni frá Ármótum 1954. Þau byggðu húsið að Ásavegi 18 og bjuggu þar til Goss. Þá fluttust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu að Mosabarði 9.
Eftir lát Þórarins bjó Elín með Pétri syni sínum og síðar honum og Íris konu hans. Síðast átti hún heimili að Suðurbraut 2a í Hafnarfirði.
Þórarinn lést 1987 og Elín 1998.

Maður Elínar, (31. desember 1954), var Þórarinn Gísli Jónsson bókhaldari frá Ármóti, f. 18. maí 1921, d. 24. apríl 1987.
Barn þeirra (kjörbarn):
1. Pétur Þórarinsson, f. 10. febrúar 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.